Rannveig – Prjónauppskrift að peysu

Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að peysu!

Rannveig í prjónuðu peysunni "Rannveig". Hún stendur úti á hellulagðri götum með múrsteinshús í bakgrunn.

Ég er búin að vera mikið í því upp á síðkastið að prjóna bara á sjálfa mig. Eins gaman og það er að prjóna og gefa fólki hluti sem maður veit að kann að meta þá, þá er líka svolítið skemmtilegt að prjóna bara á sig sjálfa og geta gengið í því sem maður hefur skapað.

Hliðin á prjónaðri peysunni sem uppskriftin er að. Rannveig horfir í myndavélina. Í bakgrunninum er múrsteinslagt hús.

Ég hannaði því og prjónaði þessa peysu sem þú sérð á myndunum á  mig um daginn og skrifaði niður prjónauppskriftina að peysunni í leiðinni. Mér finnst peysan alveg hrikalega töff og tískuleg en hún er gróf, prjónuð á prjóna númer 8, og smá pokaleg með síðum stórum ermum. Peysan heppnaðist alveg svakalega vel, mér finnst hún eitt það fallegasta sem ég hef gert í höndunum og ég er meira að segja svo lukkuleg með hana að ég ákvaða bara að skíra prjónauppskriftina í höfuðið á sjálfri mér!

Hliðin á prjónaðri peysunni sem uppskriftin er að. Rannveig horfir niður og er með hendurnar í hárinu. Í bakgrunninum er múrsteinslagt hús.

Hér sérðu því peysuna Rannveigu!

Kaðlaermin á peysunni sem fría prjónauppskriftin er að.

Eins og ég nefndi ofar í færslunni þá er svakalega langt síðan ég deildi frírri prjónauppskrift að peysu, en það hefur ekki gerst síðan ég birti uppskriftina að Draumapeysunni. Mig langaði því að enda þá bið frá og með deginum í dag og gefa öllum þeim sem eru á póstlistanum mínum uppskriftina að peysunni alveg ókeypis!

Rannveig klæðist grænu prjónuðu peysunni sem uppskriftin er að.

Jebb þú last rétt, ef þú skráir þig á póstlistann minn hér fyrir neðan þá færðu aðgang að prjónauppskriftinni fyrir þessa peysu frítt!

Þú skráir þig hér og eftir skráningu getur þú farið aftur inn á þessa slóð og þá á að hafa opnast fyrir uppskriftina.

Ég vona innilega að ég sjái einhverja prjóna þessa fallegu peysu en ef þú gerir það þá máttu endilega merkja mig á Instagram með því að tagga @rannveigbelle og nota myllumerkin #ragsnroses og #rannveigpeysa. Svo er auðvitað frítt að fylgja mér þar líka ;)

Mig langar alveg ótrúlega mikið að sjá peysuna í mörgum mismunandi útgáfum, svo ég hlakka til að fá einhverjar merkingar! :)

Þar til næst!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

23 Comments

 1. Avatar
  Kristín
  20/03/2019 / 14:31

  Glæsilegt.
  Hlakka til að sjá meira.
  Kristín

  • rannveig
   rannveig
   20/03/2019 / 18:21

   Takk kærlega fyrir!😊❤️

   • Avatar
    Nafnlaust
    22/04/2019 / 10:22

    Takk fyrir sömuleiðis

  • rannveig
   rannveig
   21/03/2019 / 08:30

   Takk kærlega fyrir það! Og það var lítið😊❤️

 2. Avatar
  Nafnlaust
  21/03/2019 / 06:31

  Takk
  Kv. Kristin

  • rannveig
   rannveig
   21/03/2019 / 08:30

   Það var ekkert 😊❤️

 3. Avatar
  Karen
  21/03/2019 / 19:11

  Oik vá hversu flott peysa! en ég næ ekki að hala henni niður. Búin að reyna ansi oft.. Ekki geturu sent mér hana?

  • rannveig
   rannveig
   22/03/2019 / 08:24

   Takk kærlega fyrir!❤️ Það eru sumar að lenda í því sama😕 Það þarf að skrá sig í tölvunni ef þú ert að skrá þig í símanum og svo gera CTRL R til þess að opna fyrir greinina. Annars sé ég að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 4. Avatar
  Guðrún
  22/03/2019 / 09:54

  Þessi peysa er æði, er samt að lenda í sama vandamáli og Karen hér að ofan., næ ekki að hlaða henni niður og það virkar ekki að gera CTRL R…
  Er möguleiki á því að fá hana senda?

  • rannveig
   rannveig
   22/03/2019 / 10:31

   Takk kærlega fyrir!❤️ Ég sé að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 5. Avatar
  Rebekka
  24/03/2019 / 12:56

  Hæhæ,
  Ég er að lenda í sama veseni – gætiru nokkuð sent mér hana? :)
  Rebekka

  • rannveig
   rannveig
   25/03/2019 / 07:40

   Ég sé að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 6. Avatar
  Þuríður Guðnadóttir
  29/03/2019 / 12:18

  Mjög falleg peysa

  • rannveig
   rannveig
   30/03/2019 / 11:03

   Takk fyrir!❤️

 7. Avatar
  freyja
  03/04/2019 / 20:11

  geggjuð peysa!😍 ég sé samt ekki uppskriftina þó svo að ég sé skráð á póstlista🙁

  • rannveig
   rannveig
   04/04/2019 / 08:28

   Takk kærlega fyrir!❤️ Ég sé að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 8. Avatar
  Freydís Þóra
  05/04/2019 / 16:14

  Geggjuð peysa og langar sjúklega í uppskrift, en er líklegast búin að skrá mig núna þrisvar á póstlistann og ekkert gerist :/ Ekki gæti ég fengið hana senda, eða upplýsingar um hvað ég hef gert rangt haha :)

  • rannveig
   rannveig
   06/04/2019 / 19:52

   Takk kærlega fyrir!❤️ Ég sé að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 9. Avatar
  Anna hulda
  25/04/2019 / 19:27

  Sælar voru þetta ekki tvær peysur frá þér báðar mjög glæsilegar. Ég hélt að ég væri búin að skrá mig á póstlistanum en kemmst ekki inn á hvoruga . Kær kveðja

  • rannveig
   rannveig
   27/04/2019 / 09:54

   Það eru sumar að lenda í því sama😕 Það þarf að skrá sig í tölvunni ef þú ert að skrá þig í símanum og svo gera CTRL R til þess að opna fyrir uppskriftina ef þú sérð ennþá bara skráningarformið. Annars sé ég að þú ert komin á póstlistann og skal redda þessu fyrir þig😊

 10. Avatar
  Sigrún
  23/01/2020 / 14:14

  Hæ, æðisleg peysa!! En ég fæ ekki aðgang að uppskriftinni þrátt fyrir að hafa skráð mig á póstlistan, eins og margar hér að ofan! Gæti ég fengið hana senda? <3

  • Rannveig
   Rannveig
   Höfundur
   28/01/2020 / 09:16

   Hæ Sigrún!

   Takk kærlega fyrir og afsakaðu sein svör frá mér. Ég skal senda þér uppskriftina í pósti :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Insta Lately #2
Ég er búin að vera mjög virk á Instagram upp á síðkastið og búin að birta heilan helling af myndum frá því ég gerði það opinbert. Ég hvet ykkur þ...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
Loksins!
Ég skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo sva...
powered by RelatedPosts