Prjónuð ungbarnahúfa II

Ég get varla lýst því hvað viðbrögðin við síðustu ungbarnahúfu glöddu mig mikið! Tæplega 600 manns eru búnir að líka við færsluna hér á síðunni og svo hef ég séð margar þær húfur sem þið hafið verið að prjóna á facebook. Mér finnst alltaf svo gaman að sjá þegar fólk hefur verið að gera eitthvað sem ég hef birt hér á síðunni svo þið megið endilega myllumerkja („hashtagga“) myndirnar ykkar með #belleis eða tagga mig á instagram @belle.is svo ég missi nú ekki af neinu :)

En þá að færslu dagsins. Mig langaði að sýna ykkur þessar ungbarnahúfur sem ég var að gera og gefa ykkur ýmsar ábendingar um uppskriftina.

Uppskriftina að húfunum keypti ég á Ravelry HÉR. Mér finnst oft eins og fólk reyni að halda sig frá keyptum uppskriftum og finnur sér frekar eitthvað frítt og ég viðurkenni að ég er alveg svolítið svoleiðis líka. Oft á tíðum getur samt verið aðeins betur vandað til verka í þeim uppskriftum sem maður þarf að borga fyrir (þó svo að svo þurfi ekki alltaf að vera) en það er sannarlega málið með þessa uppskrift hér. Uppskriftin er heilar 10 blaðsíður með skýringarmyndum og texta svo allt er rosalega vel útskýrt.

Fjólubláa húfan sem þið sjáið á myndunum hér er í stærðinni 0-3 mánaða en ég bætti við einu mynstri í viðbót því að mér fannst hún vera svolítið stutt og breið. Húfan ætti því að vera nógu stór fyrir 3-6 mánaða gömul börn. Ég bætti sömuleiðis við einni umferð af mynstri við þá gráu því annars fannst mér hún of stutt líkt og sú fjólubláa. Gráa er er því í stærðinni 6-12 mánaða frekar en 3-6 mánaða.

Vegna þess að húfurnar eru frekar breiðar þarf að passa sig að vera ekki með of stóra stærð af prjónum. Hér fyrir þessar húfur notaði ég prjóna númer 3 en ég myndi jafnvel nota prjóna númer 2,5 næst.

Ef þið voruð að pæla í því þá dugði ein dokka af garni í eina húfu og ég notaði Babyull Lanett sem ég keypti í Rúmfatalagernum. Þar sem að uppskriftin er á ensku þá langaði mig að láta fylgja með hér nokkrar prjónaþýðingar sem gætu nýst ykkur ef ykkur langar að prjóna þessar :)

K = Slétt prjón

P = Brugðið prjón

Kfb = Prjónað bæði framan og aftan í lykkjuna

st(s) = lykkjur

K2tog = Prjónið tvær lykkjur sléttar saman

P2tog = Prjónið tvær lykkjur brugðar saman

SSK = Takið næstu 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón eina í einu eins og þið væruð að fara að prjóna þær, prjónið síðan þessar 2 saman með vinstri prjóni

 SK2P = Takið 1 óprónaða lykku yfir á hægri prjón, prjónið næstu 2 saman og takið síðan þessa óprjónuðu og steypið yfir þessar sem voru 2 saman

 (RS) = Réttan á húfunni

 (WS) = Rangan á húfunni

⌂   SK2P – Sjá skýringu ofar

O   Sláið bandi uppá prjón

☐  Slétt frá réttu og brugðið frá röngu

─   Brugðið frá réttu og slétt frá röngu

→  SSK – Sjá skýringu ofar

←  K2tog – Sjá skýringu ofar

● P2tog – Sjá skýringu ofar

◊  Slétt frá báðum hliðum

Vonandi getið þið nýtt ykkur þessa punkta eitthvað ef þið prjónið þessa. Munið svo endilega eftir að merkja myndirnar ykkar eins og ég nefndi hér efst í færslunni svo ég geti séð þær og dáðst að verkinu :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

  1. Avatar 09/07/2015 / 16:18

    Ekkert smá æðislegar húfur! Þessi er komin á to do list!
    Var ekkert mál að kaupa uppskriftina með íslensku kreditkorti? Hvað kostaði uppskriftin í íslenskum krónum? :)

    • Rannveig Hafsteinsdóttir 09/07/2015 / 19:49

      Nei ekkert mál að borga með íslensku korti! Þegar ég keypti uppskriftina þá kostaði hún einhvern 600 kall miðað við gengið sem var þá :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Húfa á haus
Hverjum öðrum en mér brá þegar það var allt orðið hvítt í morgun? Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af snjó, sumir hreinlega bíða ...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
powered by RelatedPosts