Prjónuð kóróna

11798282_10207382637943727_1226892265_n

Góðan dag! Nú fer allt að fara í gömlu góðu rútínuna aftur, leikskólarnir og skólarnir eru að fara á flug og fólk er að skríða úr sumarfrísgírnum. Mig langaði því að sýna ykkur þessa fullkomnu kórónu fyrir litlar prinsessur og prinsa sem ég prjónaði í gjöf um daginn og hentar alveg einstaklega vel á litla leikskólakolla svona síðsumars.

11824000_10207382639023754_47018994_n

Það tekur bókstaflega enga stund að prjóna þessa og þið finnið uppskriftina í prjónablaðinu Ýr nr.60. Garnið sem ég notaði í kórónuna fékk ég í Rúmfatalagernum og heitir Fritidsgarn. Þetta er garn sem hentar einstaklega vel ef þæfa á stykkið og notaði ég lit númer 1042. Eins og þið kannski takið eftir þá er kórónan þæfð hjá mér og þæfi ég alltaf prjónaða hluti með því að henda þeim í þvottavélina ásamt einu eða tveimur stórum handklæðum. Passið samt að handklæðin gefi ekki frá sér neinn liti í þvotti því annars gæti verkefnið vægast sagt endað illa.

11830045_10207382638303736_1103819533_n

Ég átti reyndar ekki rétta prjónastærð fyrir kórónuna þegar ég hófst handa svo ég notaði hálfu prjónanúmeri minna. Það hafði mest áhrif á hæðina á kórónunni, að mér fannst, svo ég myndi frekar nota rétta prjónastærð ef þið hafið tök á því. Það klikkar svo aldrei að gera prjónafestuprufu áður en maður byrjar, eitthvað sem ég er voða treg til að læra.

11805920_10207382638623744_303383392_n1

Ég mæli svo sannarlega með þessu verkefni ef ykkur er óvænt boðið í afmæli eða álíka með stuttum fyrirvara því að prjóna þetta tekur ekki meira en eina kvöldstund. Svo væri að sjálfsögðu ekki leiðinlegt að sjá fullt af litlum prinsessum og prinsum skottast um bæinn :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
Loksins!
Ég skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo sva...
powered by RelatedPosts