Prjónuð jólahúfa

IMG_9687

Hvað gerðist eiginlega! Það er bara allt í einu kominn vetur og fyrsti í aðventu! Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða en þar sem jólin nálgast óðum þá verð ég að sýna ykkur þessa æðislega húfu sem ég prjónaði um daginn. Uppskriftin er eftir Marianne J. Bjerkmann og er ókeypis á Ravelry HÉR. Hún er bæði til á ensku og norsku svo þið getið nýtt ykkur aðra hvora… eða báðar.

Í húfuna notaði ég Merino Blend sem ég keypti í Rúmfatalagernum í litnum Scarlet 9 og ég notaði eina og hálfa dokku. Það er mjög auðvelt að fylga uppskriftinni og maður er enga stund að prjóna eina húfu svo það ætti að vera hægt að henda í nokkrar fyrir jól :)

IMG_9689

Hér eru svo nokkrir hlekkir að myndböndum og öðru sem þið getið nýtt ykkur ef þið ætlið að prjóna húfuna:

Tækið sem ég notaði til að gera dúskinn:

HÉR

Myndband um hvernig ég geri dúskinn:

HÉR

Myndand um hvernig á að prjóna með tveimur litum:

HÉR

Ég vona að þessir hlekkir hjálpi eitthvað ef þið ætlið að demba ykkur í jólahúfugerð og gleðilegan fyrsta í aðventu! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
5 hlutir sem ég ætla að gera í desember
Fara á jólahlaðborð Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég ...
powered by RelatedPosts