1   31
2   43
4   25
4   70
2   49
0   30
4   72
0   21
5   53
3   33

Omnom merkimiðar

1-1-of-1

Ég held að umbúðirnar utan um Omnom súkkulaðið séu einar af þeim fallegustu sem ég hef augum litið! Ég elska hvað það er mikið lagt í þær. Einmitt þess vegna finnst mér alltaf frekar leiðinlegt að henda þeim bara þegar súkkulaðið klárast. Undanfarið hef ég því farið að safna umbúðunum til að geta nýtt þær í eitthvað (og já lakkrís er uppáhaldið mitt og já þær eru allar tómar!). Og hvað er sniðugara en að klippa þær niður og nota sem merkimiða á gjafir!

1-15-of-15

Mynstrin á umbúðunum eru einstaklega flott og nýtískuleg og það er logo-ið líka. Í rauninni er hægt að klippa þær hvernig sem er, miðarnir muna alltaf verða smart að mínu mati. Ef þið eruð ekki alveg að sjá þetta fyrir ykkur þá pakkaði ég inn og smellti af nokkrum myndum :)

Hérna klippti ég út fjallið sem má finna inni í umbúðunum. Þær eru nefnilega alveg jafn fallegar að innan og þær eru að utan.

Sjálft logo-ið kemur líka virkilega vel út. Ég sé úlfinn alveg fyrir mér á pökkum fyrir barnaafmæli :)

1-14-of-15

Þetta fallega hreindýr var á jólasúkkulaðinu frá Omnom í fyrra.

1-13-of-15

Ég vona innilega að þið getið nýtt ykkur þessa hugmynd því það er svo mikil synd að henda svona góðri vöruhönnun. Svo getið þið líka notað þetta sem afsökun til að kaupa ykkur súkkulaði, það er aldrei verra!

Fylgja:
Share:

1 Comment

  1. Heiðrún
    18/05/2015 / 20:38

    Snilldarhugmynd! :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
Gróft prjónað teppi: Myndband
Þeir sem eru með mig á snapchat (rannveigbelle) sáu mig gera þetta grófa prjónaða teppi um daginn frá A til Ö. Ég fékk uppskriftina...
"DIY" Color Switch
Þetta litla DYI verkefni er nú varla hægt að kalla DIY verkefni þar sem þetta er meira hugmynd en eitthvað föndur. Hafið þið ekki heyrt um Co...
powered by RelatedPosts