5   56
3   72
0   33
6   66
7   42
6   54
7   70
1   42
11   92
1   52

Hekluð páskaegg

heklud_paskaegg_diy

Nú fara páskarnir alveg að ganga í garð og því er kominn tími til að föndra! Ég elska hátíðir þar sem skreytingar eru dregnar fram þrátt fyrir að ég elski ekkert sérstaklega mikið að taka þær niður. Páskarnir eru vorboði í mínum augum og því fannst mér alls ekki leiðinlegt að sitja, hugsa um vorið og hanna þessa uppskrift.

Svo skemmtilega vill til að þessi páska uppskrift verður fyrsta uppskriftin sem ég býð upp á í versluninni hér á síðunni! Ef þið eruð ný á síðuna þá hafið þið kannski ekki tekið eftir því að á valstikunni efst er flipi sem stendur á verslun. Þar verður hægt að kaupa uppskriftina fyrir 390 krónur. Ég vildi að ég gæti gefið uppskriftina og ætla ég mér að halda áfram að gefa uppskriftir inn á milli en það fór bara of mikil vinna í að hanna þessa.

1-4-of-4

Þar sem þetta er fyrsta niðurhalanlega uppskriftin sem kemur í verslunina langaði mig að útskýra aðeins hvernig ferlið gengur fyrir sig svo það sé enginn ruglingur. Áður en uppskrift er keypt þarf að stofna aðgang. Eins og er tekur síðan einungis við millifærslu inn á reikning og um leið og greiðsla hefur verið tryggð þá er hægt að hlaða niður uppskriftinni inni á aðgangnum. Það er einungis hægt að hlaða niður uppskriftinni einu sinni á hvern aðgang og er góð ástæða fyrir því. Það er ekkert leiðinlegra en þegar maður er búinn að eyða tíma og vinnu í að hanna uppskrift og einhverjir einstaklingar dreifa uppskriftinni manna á milli þó þeir hafi einungis borgað fyrir eitt eintak af uppskriftinni. Því miður gerist þetta og því er einungis hægt að hlaða hverri uppskrift einu sinni niður. En flestir eru þó heiðarlegir sem er frábært! :)

Ef ferlið til að niðurhala uppskrift er eitthvað óskýrt þá finnið þið myndrænar leiðbeiningar HÉR. Annars bara gleðilegt páskahekl!

 

Fylgja:
Share:

4 Comments

 1. Inga Lóa Baldvinsdóttir
  19/03/2015 / 13:27

  Frábært hjá þer

 2. Kristjana G. Sigurdardottir
  19/03/2015 / 18:45

  Sæl, mig langar svo að nálgast uppskrift af hekluðum páskaeggjum sem myndin er af.
  Kv. Kristjana ;)

 3. Þóra Magnea
  19/03/2015 / 21:17

  Mikið er þetta fallegt hjá þér. Hlakka til að prófa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gróft prjónað teppi: Myndband
Þeir sem eru með mig á snapchat (rannveigbelle) sáu mig gera þetta grófa prjónaða teppi um daginn frá A til Ö. Ég fékk uppskriftina...
"DIY" Color Switch
Þetta litla DYI verkefni er nú varla hægt að kalla DIY verkefni þar sem þetta er meira hugmynd en eitthvað föndur. Hafið þið ekki heyrt um Co...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts