Hekluð hringla

11830134_10207385231728570_2075644692_n

Ef þetta eru ekki krúttlegustu hringlur sem til eru þá veit ég ekki hvað! Ég heklaði þessar eftir þessari hérna fríu uppskrift en þar er uppskrift af þremur týpum af hringlum. Eins og þið sjáið heklaði ég bara tvær því að mér fannst þessar vera sætastar.

11824176_10207385231528565_1460090378_n

Mér finnst ég stundum reka augun í þær spurningar um hvar sé hægt að kaupa tróð. Ég kaupi alltaf bara púða fyllingar í Ikea, klippi gat á þær og stel tróðinni úr þeim. Það er held ég líka með ódýrustu tróðinni sem þið finnið. Inni í hringlunum prófaði ég svo tvennskonar gerðir af hringli… ef þið skiljið hvað ég meina. Í annarri keypti ég Kinder egg, borðaði súkkulaðið að sjálfsögðu með bestu lyst og tók svo litla eggið sem er þar inni, fyllti það af hrísgrjónum og kom því fyrir inni í hringlunni. Í hinni keypti ég í Föndru stóra bjöllu sem þið getið séð á myndunum. Ein bjalla kostaði 75 krónur. Mér fannst samt eiginlega koma betur út hringlið með Kinder egginu, það heyrðist meira í því heldur en bjöllunni þar sem að tróðið nær svolítið að kæfa hljóðið í henni.

11791804_10207385231448563_461929127_n

Í hringlurnar notaði ég Mandarin Petit og heklunal númer 3. Mér finnst mínar hringlur virka aðeins minni en þær sem eru á myndunum hjá uppskriftinni en ég held að það sé bara betra því þá nær barnið betra gripi um hringluna. Uppskriftin er mjög auðveld og ætti því að henta vel fyrir byrjendur og gæti ég trúað að þetta sé skemmtilegt fyrsta hekl.

11830113_10207385231608567_486712562_n

Ég tók saman nokkur myndbönd sem gætu nýst ykkur við gerð hringlanna og er eitt af þeim sýnir hvernig á að festa öryggisaugu á bangsa. Þið hafið kannski tekið eftir því að ég heklaði augun á mínar hringlur í staðin og er það að sjálfsögðu góð leið til að komast hjá því veseni að festa augun tryggilega á.

Hér eru myndböndin:

Hvernig skal gera töfralykkju

Hvernig skal hekla tvær lykkjur saman: HÉR

Hvernig skal festa öryggisaugu

HÉR getið þið til dæmis keypt öryggisaugu á netinu

Vonandi hjálpar þetta eitthvað ef þið heklið þessar hringlur. Ekki svo hika við að spyrja ef ykkur vantar aðstoð og endilega merkið myndirnar ykkar með #belleis á Instagram svo ég geti séð fullbúna verkið :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
Boho barnateppi
Mig langaði að sýna ykkur barnateppi sem ég prjónaði um daginn og hefur fengið viðurnefnið tveggja daga teppið hjá mér og það ekki af ástæðul...
Flugmannahúfa
Mig langaði að sýna ykkur þessar flugmannahúfur sem ég prjónaði um daginn. Ég fékk lánaðan þennan fallega strák frá vinkonu minni til að s...
powered by RelatedPosts