GÞS – Smarties yfirhalning

1121Mig langaði að sýna ykkur ótrúlega einfalt föndur sem ég gerði um daginn. Vandamálið við það að finnast gaman að prjóna eru allir prjónarnir! Þeir enda einhvernveginn út um allt og alltaf er jafn auðvelt að týna þeim. Mér datt því í hug að búa til einhverskonar hólk til að geyma alla sokkaprjónana mína í svo þeir yrðu nú allir á einum stað og ég gæti gengið að þeim þegar ég þyrfti. Það má segja að þetta föndur hafi verið tilraun til að reyna að koma á skipulagi í prjónahillunni í eitt skipti fyrir öll :)

29Þessi hólkur var svo lokaútkoman eftir miklar pælingar. Marmaramynstruð geymsla sem ég bjó til úr Smarties stauk. Virkilega sniðugt (finnst mér allavega) og svo er það ekki af verri endanum að endurvinna það sem myndi annars fara í ruslið!

Það sem þið þurfið í þetta verkefni er:

71

Það fyrsta sem þið þurfið að gera er að taka tappann úr smarties stauknum. Hann málið þið hvítan með akríllitnum og einnig málið þið botninn á stauknum hvítan. Þið getið alveg sleppt þessu skrefi og haft tappann og botninn bara eins á litinn og þeir eru en mér fannst stílhreinna að hafa þá báða hvíta. Það gæti samt alveg verið töff að hafa litaðan tappa með marmaramynstrinu þegar ég hugsa út í það. Ég geri það næst!

Þegar að botninn og tappinn eru orðnir alveg þurrir þá stingið þið tappanum aftur í staukinn. Næst skuluð þið sníða blaðið eftir stauknum. Ég notaði dúkahníf og reglustiku til að línan sem ég skar yrði alveg bein. Berið vel af líminu á staukinn með svampnum og leggið blaðið varlega upp að honum. Mér fannst best að láta blaðið liggja á borði og rúlla svo stauknum yfir. Með þeirri tækni varð blaðið ekkert skakkt og huldi staukinn fullkomlega.

53

Það sést kannski ekkert brjálæðislega vel á þessari mynd en mynstrið varð pínu bleikleitt þegar að límið kom við blaðið en það er útaf því að blekið á blaðinu rann pínu til hjá mér þegar límið bleytti það en ég held að þetta sé voða mismunandi og fari eftir því hvernig prentara eða blek þið eruð að nota.

Ég leyfði líminu að þorna í einhverja klukktíma áður en ég hélt lengra. Þegar límið var orðið þurrt þá tók ég svampinn aftur og stimplaði eða bar límið yfir blaðið. Þetta gerði ég einnig við lokið og botninn en passið bara að hafa lokið opið þegar þið berið límið á svo að þið límið staukinn ekki óvart saman. Þegar límið þornar þá verður staukurinn orðinn glansandi fínn og mikið sterkari en ef þið hefðuð sleppt því að bera límið yfir pappírinn. Passið ykkur bara á því að bera límið varlega yfir svo að blekið renni ekki mikið til.

61

Svo stútfyllti ég þetta bara af prjónum! Það er að sjálfsögðu hægt að setja hvað sem er í þetta, þarf ekki endilega að vera prjónar. Ég held ég geri meira að segja annan stauk (bara svo ég geti borða Smarties-ið) til að geyma alla eyliner-ana mína í svo þeir séu nú ekki allir út um allt í snyrtiborðinu mínu :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Gróft prjónað teppi: Myndband
Þeir sem eru með mig á snapchat (rannveigbelle) sáu mig gera þetta grófa prjónaða teppi um daginn frá A til Ö. Ég fékk uppskriftina...
"DIY" Color Switch
Þetta litla DYI verkefni er nú varla hægt að kalla DIY verkefni þar sem þetta er meira hugmynd en eitthvað föndur. Hafið þið ekki heyrt um Co...
powered by RelatedPosts