Gjafaleikur – Rósahárband

rósahárband3-1-of-1-1024x730Þegar ég setti inn færsluna með rósahárbandinu átti ég engan veginn von á viðbrögðunum sem ég fékk! Þau voru vægast sagt góð og hefur sú færsla verið lang vinsælust hingað til og kom það mér skemmtilega á óvart :)

Ég ákvað í síðustu viku þar sem færslan er búin að vera svona vinsæl að henda í einn gjafaleik því ég veit að ekki allir kunna að hekla sér sitt eigið hárband og aðrir hafa mögulega ekki tíma fyrir það. Þessi gjafaleikur verður jafnframt fyrsti gjafaleikur síðunnar, gaman að því!

rósahárband3-1-of-2-1024x706

Þið eigið sem sagt möguleika á því að næla ykkur í þetta fallega bleika hárband sem þið sjáið hér fyrir ofan. Ég er búin að sitja sveitt (djók) og hekla þetta svo þetta er handgert frá A til Ö! Mér fannst bleiki liturinn ótrúlega fallegur og vorlegur svo hann varð fyrir valinu í þetta hárband sem þið getið nú eignast. Þið getið líka séð hvernig hárbandið lítur út á höfðinu í gömlu færslunni og þar sjáið þið að bæði er hægt að nota það sem hárband eða sem hárskraut til dæmis utan um snúð.

rósahárband3-2-of-2

Til að eiga möguleika á að komast í þennan sjóðheita pott þá þurfið þið að gera eftirfarandi:

Líka við eða deila þessari færslu á Facebook (sjá takkann neðst í færslunni)

Skilja eftir athugasemd við færsluna (svo ég geti náð í sigurvegarann)

Til að auka vinningslíkur og fá nafnið ykkar tvisvar sinnum í pottinn líkið þá við Belle.is á Facebook HÉR. Þetta skref er ekki nauðsynlegt en eykur vinningslíkur ykkar um helming :)

Flóknara er það ekki! Ég dreg síðan sigurvegara af handahófi í næstu viku og sá fær að launum þetta vorlega handgerða hárband.

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

7 Comments

 1. Avatar
  Dagný
  27/03/2015 / 10:14

  Ekkert smá fallegt og passar svo skemmtilega við kimono-inn minn sem er með svona bleikum blómum ;)

 2. Avatar 27/03/2015 / 10:51

  Ég þrái þetta band!
  er að sjálfsögðu búin að like-a síðuna þína og hef fylgst með frá degi eitt :)

 3. Avatar
  Tanja Dís Magnúsdóttir
  27/03/2015 / 11:43

  Já takk væri svaka flott viđ fermingar kjól systur minnar

 4. Avatar
  hafrunhardar
  27/03/2015 / 12:07

  Úff, dáist að þér Rannveig ! Ég er búin að líka við færsluna og síðuna :D

 5. Avatar
  Lovísa Sigurðardóttir
  27/03/2015 / 13:12

  hææj vá hvað þetta er gg flott og ég væri til í að eiga svona :p

 6. Avatar
  Lísa María Ragnarsdóttir
  27/03/2015 / 22:00

  Vá þetta er ekkert smá flott væri mikið til í þetta

 7. Avatar
  Tinna Björk
  29/03/2015 / 00:09

  Mjög fallegt hárband (og mjög fallegur litur!) Elska síðuna þína :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Vilt þú eignast nýja Múmínbollann?
Það er skammarlega langt síðan ég hélt gjafaleik fyrir ykkur elsku lesendur en ég hef alltaf haft það að reglu að halda reglulega gjafaleiki ti...
Glaðningur frá RIMMEl fyrir þig og...?
Ég var rétt í þessu að setja af stað ótrúlega flottan gjafaleik í gang á Facebook síðunni minni sem þið finnið HÉR! Endilega hoppið þar inn&n...
powered by RelatedPosts