Flugmannahúfa

Mig langaði að sýna ykkur þessar flugmannahúfur sem ég prjónaði um daginn. Ég fékk lánaðan þennan fallega strák frá vinkonu minni til að sitja fyrir í myndatöku og honum fannst það sko ekki leiðinlegt! Ég biðst því fyrir fram afsökunar á myndaflóði en það er bara ekki hægt að velja eina eða tvær myndir af svona sætum strák!❤️

Sjáið bara þennan gleðigjafa!

Alltaf þegar ég kaupi uppskrift á netinu þá er hún vanalega send á netfang en þessi kom í gegnum lúguna á gamla mátann. Ég fékk sem sagt sendan heim lítinn bækling með uppskriftinni og það tók nokkra daga fyrir hana að koma til mín. Ég keypti uppskriftina á ensku og hún var alls ekki vel þýdd en núna tók ég eftir því að það hafa orðið nokkrar breytingar á uppskriftinni og nú er bara hægt að kaupa uppskriftina á norsku. Það er svo hægt að velja um hvort þú vilt fá uppskriftina senda í pdf formi eða heim í gegnum lúguna. HÉR er því hægt að kaupa uppskriftina á norsku í PDF formi og HÉR er hægt að kaupa hana sem lítið hefti eins og ég gerði. Hafið samt í huga að uppskriftin kostar minna ef þið fáið hana senda í pdf formi frekar en að fá sent heftið.

Ég lenti í smá vandræðum þegar ég var að panta húfuna og sendi umsjónarmönnum síðunnar póst til að biðja um aðstoð og fékk svar alveg um leið. Þjónustan var því mjög góð og það er alltaf stór kostur í mínum augum! :)

Ég prjónaði minnstu stærðina sem er fyrir 6 mánaða og notaði bara hálfa dokku af kambgarni. Liturinn í dökkbrúnu húfunni er númer 1203 en sá ljósbrúni er númer 1204. Tölurnar keypti ég á AliExpress fyrir svolitlu síðan.

Hér sjáið þið svo aðra húfuna betur. Ég var svo sátt með litla módelið mitt að auðvitað gaf ég honum hina húfuna án þess að fatta að ég ætti eftir að taka mynd af húfunum tveimur saman. Það er oft bara þannig að maður gleymir ótrúlegustu hlutum í kringum svona mikinn krúttleika ;)

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta æðislega falleg vorhúfa og sé hana alveg fyrir mér paraða saman við einhvern fallegan leðurjakka til að skapa alvöru gamaldags flugmannadress! :)

P.S: Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleik síðunnar með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna heilan helling af glæsilegum vörum til að fylla í snyrtiborðið ykkar. Ég dreg á morgun svo það er um að gera að hafa hraðar hendur og taka þátt! ❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

7 Comments

 1. Avatar
  Guðný
  22/03/2016 / 13:48

  Guðdómleg húfa, og módel :) Já takk, ég skal þiggja þennan flotta gjafapakka ;)

 2. Avatar
  Fríða Guðlaugsdóttir
  22/03/2016 / 14:52

  já takk alveg til :) og einnig ef hægt er að kaupa uppskrift af þessri flottu húsu á íslensku :), takk takk og góða Páskahelgi

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   22/03/2016 / 15:07

   Ekki hægt að kaupa á íslensku að ég held :( En góða páskahelgi sömuleiðis!?

 3. Avatar
  Hrafnhildur Kristinsdóttir
  22/03/2016 / 17:12

  Já takk væri tíl í að fá svona flotta vöru!??

 4. Avatar
  Þórunn
  22/03/2016 / 17:34

  Mjög falleg húfa :)

 5. Avatar
  Hólmfríður Halldórsdóttir
  24/03/2016 / 08:14

  hvernig get ég keypt uppskriftina?

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   24/03/2016 / 10:20

   Með því að smella á hlekkina í færslunni :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Húfa á haus
Hverjum öðrum en mér brá þegar það var allt orðið hvítt í morgun? Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af snjó, sumir hreinlega bíða ...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
powered by RelatedPosts