"DIY" Color Switch

untitled-2

Þetta litla DYI verkefni er nú varla hægt að kalla DIY verkefni þar sem þetta er meira hugmynd en eitthvað föndur. Hafið þið ekki heyrt um Color Switch burstahreinsinn? Ef ekki þá getið þið séð mynd af honum HÉR en þetta er sem sagt lítill svampur sem hægt er nota til að snögghreinsa burstana sína svo hægt sé að nota sama burstann í fleiri en einn lit. Þessi svampur, sem er samt meira eins og net frekar en svampur kemur í lítilli áldós með loki og kostar heila 23 dollara úti í Sephora! Ég rakst á þetta litla „dupe“ á netinu um daginn og varð bara að deila því með ykkur þar sem það er einfaldlega hin hreinasta snilld!

untitled-3

Í staðin fyrir að kaupa Color Switch af netinu er einfaldlega hægt að rölta út í næstu Bónus búð og kaupa eitt stykki kleinuhring til að setja í hárið. Netið sem er í kleinuhringnum er nánast það sama og er í Color Switch og skilar því sama árangri. Með því að nudda skítuga burstanum í hringi á netið drekkur það í sig allar lausu augnskugga agnirnar úr burstanum og þú getur þá notað hann í annan lit án þess að fyrri liturinn sem var í honum smiti út frá sér. Ég nota þetta ótrúlega mikið þegar ég er að mála mig en þetta kemur samt alls ekki í staðin fyrir að djúphreinsa burstann! Maður þarf því miður að gera það jafn oft ;) Þegar að kleinuhringurinn er síðan orðinn skítugur þá læt ég hann liggja í heitu barnasápubaði í vaskinum í nokkarar mínútur og skola svo úr honum öll óhreinindin.

Ég var síðan að uppgötva Ebay um daginn… ég veit síðasta manneskjan í heiminum til að uppgötva Ebay en þar sá ég einmitt að það var verið að selja eftirlíkingar af Color Switch á einhverja tvo dollara ef ég man rétt. Einn svoleiðis er því á leiðinni hingað til mín og ég leyfi ykkur að sjá þegar ég fæ hann í hendurnar á Snapchat (rannveigbelle). Þá get ég borið sama hvort er betri kleinuhringurinn eða Color Switch-ið! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
Fullkomnar varir með RT!
Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Col...
powered by RelatedPosts