17.júní slaufa

17.júní11

Það styttist óðum í 17.júní og prjónaundirbúningurinn hafinn hér á mínu heimili. Ég gerði sérstaka slaufu fyrir bókina Slaufur sem kallast 17.júní og er hún prjónuð útgáfa af íslenska fánanum eins og þið eflaust sjáið á myndinni hér fyrir ofan. Mér fannst vel við hæfi að sýna ykkur hana hér á síðunni þar sem hátíðarhöldin eru rétt handan við hornið :)

Flestar slaufurnar í bókinni eru í þremur stærðum. Það er barna-, krakka og fullorðinsstærð. Mér datt í hug að setja inn eina stærðina (krakkastærðina) af slaufunni í verslunina hér á síðunni svo nú er hægt að nálgast hana þar ef þið viljið prufa að prjóna slaufu fyrir 17.júní. Hinar tvær stærðirnar er samt eingöngu hægt að nálgast í bókinni svo ég hvet ykkur að sjálfsögðu til að fjárfesta í einni bók, þið munuð ekki sjá eftir því! Engin pressa samt ;)

Myndbandið sem ég gerði fyrir bókina finnið þið hér fyrir ofan og gæti það hjálpað ef þið lendið í vandræðum. Vonandi sé ég svo bara fullt af íslenskum slaufum niðri i bæ á 17.júní! :)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
powered by RelatedPosts