Vorljómi með Bobbi minni

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Ég er öll í ljómandi húð þessa dagana! Ég hugsa að það sé lengjandi dögum að kenna en eruð þið eitthvað að grínast með hvað það léttir á manni þegar það er aðeins farið að birta til! Ég finn nánast lykt af vorinu og því enginn furða að næstu færslur sem eru skipulagðar hjá mér hafa pínu vorbrag yfir sér. Þar sem það er Tax Free í Hagkaup þessa helgina fannst mér tilvalið að sýna ykkur tvennar vorlegar nýjungar frá Bobbi Brown en Skin Glow línan er mætt í verslanir hér heima.

IMG_3123

Eigum við fyrst eitthvað að ræða þessar umbúðir eða…? Ég dey! Þær eru svo stílhreinar og flottar og algjör litaandstæða við vanalegar umbúðir Bobbi þar sem að pakkningarnar eru oftast svartar og stafirnir hvítir. Þetta hjálpar til við að ýta undir vorlega tilfinningu varanna. Umbúðirnar sjálfar eru sterklega byggðar og fallega glitrandi en þar sem þær eru svona traustar myndi ég alveg þora að henda þeim bara í veskið án þess að hafa neinar áhyggjur.

IMG_3125

Þá erum við svona aðeins búin að fara yfir umbúðirnar og getum kíkt á hvað leynist inn í þeim. Það er líka alltaf skemmtilegra! ;) Byrjum á Extra Lip Tint varalitnum sem þið sjáið efst á myndinni. Þessi vara er núna til í tveimur nýjum litum en þessi litur sem ég er með hefur verið fánlegur áður og er þetta liturinn Bare Pink. Varaliturinn er eiginlega alveg eins og varasalvi og gefur örlítinn og léttan bleikan lit á varirnar við ásetningu. Ég er búin að vera að prófa að nota einungis þennan síðustu tvo dagana og sleppa alfarið varasalvanum og ég finn ekki fyrir miklum mun. Það er eiginlega ótrúlegt en satt því að varirnar mínar eru heldur betur orðnar háðar varasalva. Endingartíminn á varalitnum er svipaður og á varasalva en næringin sem hann gefur finnst mér vera aðeins meiri og endast lengur. Pallettan á myndinni heitir síðan Cheek Glow Palette og er í litnum Pearl/Pink Flush. Þessi er alveg hreint æðisleg en hún inniheldur einn krem kinnalit og einn krem ljóma sem innihalda sömu formúlu og víðfrægu Pot Rouge kinnalitirnir frá Bobbi. Vöruna má því nota á andlitið hvar sem manni dettur í hug, þar með talið varirnar, en báðir litirnir gefa andlitinu ótrúlega fersklegan ljóma.

IMG_3153

Hér sjáið þið mig svo með báðar vörurnar á mér. Ég setti kinnalitinn á kinnarnar með Bold metals Contour burstanum frá RT en til að tengja kinnalitinn aðeins meira lúkkinu og halda í þá förðunartísku sem við sáum á Golden Globe hátíðinni þá setti ég litinn einnig yfir allt augnlokið. Liturinn sjálfur er mjög litsterkur og lítið af honum fer langa leið en hann er alveg guðdómlega ferskubleikur og fullkominn fyrir vorið! Ljóminn í pallettunni gefur síðan virkilega náttúrulegan ljóma en ég notaði sömu aðferð til að birta yfir húðinni minni hér og ég kenndi ykkur í færslu fyrr í þessari viku (sjá HÉR). Vörurnar má svo auðveldlega nota með fingrunum þar sem þær eru báðar kremvörur. Á varirnar mínar setti ég svo varalitinn en þið sjáið hversu náttúrulegan og glansandi bleikan lit hann gefur þeim. 

IMG_3126

Alveg hreint æðislegar Bobbi vörur sem komu mér svo sannarlega í vorlegt förðunarskap við fyrstu sýn. Mæli með þessum dásemdum ef þið viljið splæsa á eitthvað Á Tax Free og þá sérstaklega pallettunni! Hún er algjör draumur í dós og kemur líka í 3 öðrum litum :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
Mitt ljómakombó og burstinn sem ég nota
Mig langaði að sýna ykkur ljómakombóið sem ég er búin að vera að nota í allan desember og hefur hjálpað mér að ná alveg svakalega fallegum en e...
powered by RelatedPosts