Vorið frá Miu Miu

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4454

Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgáfa af klassíska ilminum frá Miu Miu tískuhúsinu en þetta afbrigði sem við sjáum hér á þessum myndum er enn léttara og ferskara en það upprunalega. Ilmurinn ber heitið Miu Miu L’Eau Bleue eða Miu Miu vatnið bláa ef við notum nú góða íslensku og er innblásið af frískleika og gleði.

IMG_4456

Ilmurinn kemur í þessu guðdómlega bláa glasi og ef þetta er ekki fallegt stofustáss þá veit ég ekki hvað! Upprunalegi ilmurinn kom í heilsteyptu glasi en að þessu sinni er glasið gegnsætt svo maður sér ilminn og það endurvarpar af sér svakalega fallegri birtu. Ofan á flöskunni situr svo hinn klassíski Miu Miu tappi en í þetta sinn er hann ljósgulur en ekki rauður. Flaskan er því vægast sagt vorleg og þar er ilmurinn engu síðri. Ef þið eruð að leita að flottum vorilm þá held ég að ykkur muni líka ágætlega við þennan þar sem hann samanstendur af nótum af blómum og rósum sem byggja á svona semí muskuðum viðargrunni.

IMG_4457

Hér getið þið síðan séð topp-, hjarta- og grunnnóturnar í L’eau Bleue ilminum.

Toppnótur

Lily of the valley

Hjartanótur

White flowers, Dew Drop, Green notes, Wild Rose, Jasmine, Hedione

Grunnnótur

Akigalawood, White musk

IMG_4455

Æðislegur ilmur frá Miu Miu sem vert er að kíkja á ef þið fílið blómailmi og ykkur vantar virkilega flottan vorilm!

Það er síðan ekkert leyndarmál að minn uppáhalds vor og sumarilmur er Bronze Goddess ilmurinn frá Estée Lauder sem kemur út á hverju ári svo núna bíð ég bara spennt eftir honum ásamt fleiri vorilmum. Ég veit til dæmis að Bronze Goddess ilmurinn hefur fengið smá yfirhalningu fyrir sumarið 2017 svo það verður extra spennandi þegar hann mætir á svæðið! Í millitíðinni getið þið skoðað færsluna sem ég gerði um þá línu í fyrra HÉR ef þið eruð of spennt til að bíða :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
Bless 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég haf...
powered by RelatedPosts