Vorið frá Essie

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_5928

Verið viðbúin fyrir mikla vorfegurð! Það er svo ótrúlega skemmtilegt tímabil þegar maður fer úr dökku haust- og vetrarlitunum yfir í vor- og sumarlitina. Ég fæ bara aldrei leið á því! Nú í vikunni kemur í verslanir vorlínan frá Essie sem inniheldur fjögur gullfalleg og mjög svo sumarleg naglalökk. Ég fékk tvö naglalökk úr línunni til að sýna ykkur betur en þau eru alveg af sitthvorri sortinni þegar kemur að litum.

_MG_5852

Litirnir tveir sem ég ætla að sýna ykkur betur heita Pool Side Service og High Class Affair. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það gera naglalökk svo miklu áhugaverðari þegar að nöfnin á litum þeirra eru skemmtileg eða fyndin. Eruð þið ekki sammála? :)

_MG_5911-2

High Class Affair er rjómalagaður ferskjutóna nude litur sem er einstaklega fallegur og mér finnst hann persónulega vera fullkomin brúðarlitur fyrir þær sem vilja vera með eitthvað annað en glært lakk á nöglunum á stóra daginn.

Liturinn þekur vel þrátt fyrir að vera ljós og ein til tvær umferðir af honum eiga að duga til að fá fulla þekju á nöglina. Þessi litur er sá ljósasti af þeim sem eru í boði í vorlínunni að þessu sinni en þessi ferskjutónn í litnum gefur honum ákveðna sérstöðu og kemur í veg fyrir að hann sé of flatur eða líkur öðrum nude naglalökkum.

_MG_5914-2

Pool Side Service er ótrúlega fallegt dökk sæblátt lakk en mér finnst eins og ég hafi aldrei séð naglalakk áður sem svipar til þessa hér. Ef þið elskið blátóna lökk þá eigið þið líklegast eftir að elska þetta um leið og þið lítið það augum í eigin persónu!

Liturinn þekur nöglina rosalega vel og maður kemst alveg upp með að nota bara eina umferð af lakkinu á hverja nögl. Hvorugir litirnir sem þið sjáið hér á myndunum innihalda einhverskonar sanseringu sem ég kýs alltaf sjálf fram yfir sanseringuna nema í einstaka tilfellum.

Hér sjáið þið svo litina fjóra sem eru í vorlínunni hjá Essie Íslandi að þessu sinni. Það eiga að vera sex litir í línunni en hinir tveir komu því miður ekki til landsins en að mínu mati fengum við þó þá fjóra fallegustu sem voru í boði.

_MG_5857

„Essie-perrinn“ í mér dáist allavega af þessum fallegu lökkum sem sóma sér vel í safninu mínu sem er núna rétt að komast á laggirnar. Ég sýni ykkur betur Essie litinn sem ég keypti mér um daginn í „Neglur vikunnar“ liðnum hér á síðunni bráðum. Hann er æðslegur! :)

P.S. Viltu vinna eintak af nýja Duo Fiber settinu frá Real Techniques. Taktu þátt HÉR!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts