Viva Glam x Taraji P. Henson

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC en í þetta skiptið bjuggu þau til alveg hreint æðislegt brúnt/brons kombó.

Viva Glam er sérstök lína hjá MAC þar sem að hver einasta króna af seldri Viva Glam vöru rennur til M·A·C Aids Fund. Fjármagnið sem safnast er síðan nýtt til að styrkja félög, samtök og hreyfingar sem að hjálpa fólki sem hefur greinst með alnæmi. Einnig er fjármagnið notað til að styrkja fræðslusamtök sem sjá um að fræða fólk um alnæmi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir smit. Virkilega verðugt málefni og alveg svakalega rausnargjarnt hjá MAC finnst mér en Viva Glam hefur verið í gangi frá árinu 1994. Vitið þið hver fyrsti talsmaðurinn fyrir Viva Glam var??? Enginn annar en Ru Paul en hann á mjög skemmtilega sögu með MAC sem gaman er að lesa um ef ykkur vantar eitthvað að gera!

Viva Glam varaliturinn að þessu sinni er stórkostlega fallegur bronslitaður brúnn en hann er mitt á milli þess að vera sanseraður og metal. Varaliturinn sjálfur er með hinni klassísku MAC formúlu, þægilegur á vörunum og endist lengi.

Viva Glam Lipglass glossið passar síðan fullkomlega við varalitinn en glossið er aðeins meira gyllt en varaliturinn sem að er bronslitaðri. Glossið er meira eins og Lip Topper þar sem það er ekki brjálæðislega pigmentað heldur inniheldur það smá brúnan lit og mikið af örfínu glimmeri.

Hér sjáið þið svo litaprufur af bæði varalitnum og glossinu. Finnst ykkur þetta ekki fallegt kombó?

Ég mæli svo sannarlega með að styrkja þetta verðuga málefni ef þið hafið tök á og fá eitt stykki varalit/gloss í staðin <3

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
Fashion Fanatic pallettan frá MAC
Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú sam...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts