4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Vinkonugjöf: NYX taska

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

Mig langaði að sýna ykkur hugmynd að flottri vinkonugjöf ef þið eruð í algjörum vandræðum með að finna eitthvað fallegt handa henni. NYX er að selja þessa flottu gjafatösku hjá sér og kostar hún 3.795 krónur. Í töskunni er að finna fullt af sniðugum og handhægum vörum sem eru annað hvort í fullri stærð eða prufur. Þessi gjöf ætti því að henta flestum konum sem hafa gaman af að farða sig enda stútfulll af allskonar skemmtilegu dóti til að prufa. Þannig að ef þið eruð í vandræðum með frænkurnar í fjölskyldunni gæti þessi hugmynd að gjöf nýst ykkur ;)

untitled-3

Þessi taska sem þið sjáið hér á myndunum hjá mér inniheldur 

Pore Filler

Liquid Illuminator (fæst bara í þessari tösku hérlendis)

Butter Gloss í litnum Crème Brulee

HD Finishing Powder

Blush & Contour Duo

All Over Balm

Matte Setting Spray

Það er því nóg af flottu dóti í töskunni til að henda í veskið og nota þegar maður er á ferðinni. Smá jólagjafahugmynd á síðustu stundu sem ætti að hitta í mark hjá öllum þeim sem er alltaf erfitt að finna eitthvað fyrir :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts