Vilt þú eignast nýja Real Techniques settið?

 

Hvað er betra en að starta glænýrri og stuttri vinnuviku með smá Real Techniques gjafaleik? Áður en ég segi ykkur betur frá leiknum sjálfum þá langar mig að sýna ykkur nýja útlitið á Duo Fiber settinu frá merkinu sem kemur í verslanir hér á landi í vikunni. Einnig eru að koma í sölu tveir nýjir Bold Metals burstar en ég ætla að sýna ykkur þá betur í sér færslu síðar í þessari viku :)

Duo Fiber settið hefur verið uppáhalds settið mitt frá merkinu í svolítinn tíma núna en áður en ég kynntist því var Travel Essentials settið í miklu uppáhaldi. Þegar að Duo Fiber settið kom fyrst í sölu átti það aðeins að vera selt í takmörkuðu magni og hverfa svo af markaðnum en þar sem settið varð svona gífurlega vinsælt um allan heim ákvað fyrirtækið að halda framleiðslunni áfram og nú er alltaf hægt að nálgast settið á flestum sölustöðum Real Techniques í heiminum.

Settið samastendur af þremur burstum sem allir eiga það sameiginlegt að vera gerðir úr tvennskonar burstahárum. Hvítu hárin í burstunum sjá um að taka upp förðunarvöru í léttu magni en svörtu hárin sjá um að blanda vöruna á andlitinu þar sem lengdin á þeim er örlítið styttri en á þessum hvítu. Útkoman verður létt og lýtalaus áferð á andlitinu.

Appelsínuguli burstinn kallast Duo-Fiber Face Brush og er léttur púðurbursti. Ég nota þennan oftast í kinnaliti eða sólarpúður því hann kemur í veg fyrir að liturinn verði of skarpur á andlitinu. Með honum er því hægt að fá eðlilegan og léttan lit.

Bleiki burstinn kallast Duo-Fiber Contour Brush og er meðalstór skyggingarbursti. Þennan hef ég mest notað til að bera á mig ljómapúður en mér finnst nýja útgáfan af honum kannski örlítið of stór til þess. Ég hugsa því að þessi bleiki muni henta vel til að skyggja andlitið eins og í rauninni er ætlast til af honum.

Fjólublái burstinn kallast Duo-Fiber Eye Brush og er lítill og nettur blöndunarbursti fyrir augnskugga. Þessi var lengi vel uppáhalds augnskuggaburstinn minn til að blanda liti í glóbuslínunni en hann er algjör draumabursti til að gera „cut-crease“ farðanir þar sem hann er svo lítill og nettur.

Burstarnir eru búnir að fá mikla yfirhalningu frá fyrstu útgáfu en hér áður fyrr voru þeir með hvítu skafti og litirnir á stöfunum sögðu manni fyrir hvað burstarnir voru ætlaðir. Nú eru sköftin hinsvegar í þeim litum sem stafirnir voru og falla því enn betur inn í heildarlúkk Real Techniques línunnar.

Hér sjáið þið betur burstahöfuðið á hverjum og einum bursta. Eins og þið sjáið er smá breyting á þeim og þá aðallega á Duo-Fiber Contour burstanum sem er þessi bleiki. Burstahöfuðið á honum er orðið örlítið stærra en það var sem lætur hann henta betur fyrir skyggingar eins og ég kom aðeins inn á hér fyrir ofan. Einnig finnst mér eins og það sé ekki lengur jafn mikill munur á lengdinni á svörtu og hvítu hárunum á þeim appelsínugula og bleika svo burstarnir eru aðeins þéttari en þeir voru áður. Eini burstinn sem mér finnst vera eins og sá upprunalegi er þessi fjólublái sem að mínu mati er frábært þar sem hann var svo góður fyrir :)

Þá er ég búin að segja ykkur aðeins frá settinu sjálfu og breytingunum sem það hefur tekið svo nú get ég sagt ykkur betur frá gjafaleiknum! :)

Ég ætla í samstarfi við Real Techniques á Íslandi að gefa 10 heppnum einstaklingum sitt eintak af nýja Duo Fiber settinu svo það er til mikils að vinna! Mig langaði að skipta leiknum svolítið upp svo ég ætla að gefa tveimur heppnum einstaklingum sitthvort settið hér á síðunni en fjórum heppnum vinkonupörum sett á Facebook síðu bloggsins míns :)

Til að taka þátt í leiknum hér á síðunni skaltu fylla út formið hér fyrir neðan :)

Click here to view this promotion.

Það má svo að sjálfsögðu taka bæði þátt hér á síðunni og á Facebook – þá eru bara meiri líkur á því að þú vinnir þitt eigið Duo Fiber sett :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

20 Comments

 1. Avatar
  Svanhvīt Elva Einarsdóttir
  02/05/2016 / 20:02

  Draumur að eignast þetta sett ?

 2. Avatar
  Ása Arnþórsdóttir
  02/05/2016 / 20:19

  Já hvað ég væri til í þetta sett :D :D

 3. Avatar
  Helga María Ingimundardóttir
  02/05/2016 / 22:08

  Já takk??

 4. Avatar
  Linda
  02/05/2016 / 22:24

  Já takk, ég elska RT bursta og væri svo til í þetta sett ?

 5. Avatar
  Guðrún María Stefánsdóttir
  02/05/2016 / 23:16

  Já takk ☺ Langar rosalega mikiæ í þessa fallegu bursta ?

 6. Avatar
  Unnur María Steinþórsdóttir
  02/05/2016 / 23:35

  Já takk! :D Langar svo í þetta sett!!

 7. Avatar
  Guðríður Ósk
  03/05/2016 / 00:49

  já takk??

 8. Avatar
  Kristín Sjöfn
  03/05/2016 / 08:21

  Já takk kærlega!

 9. Avatar
  Elín Ösp Sigurðard
  03/05/2016 / 08:45

  Já takk kærlega ?

 10. Avatar
  Ingibjörg Lára Sveinsdóttir
  03/05/2016 / 09:00

  Já takk kærlega! Ég myndi elska að vinna svona ❤

 11. Avatar
  Rebekka Rós
  03/05/2016 / 09:27

  Já takk!:)

 12. Avatar
  Rut R.
  03/05/2016 / 10:00

  Búin að skrá mig í þennan súper næs leik :) ótrúlega flott sett!!

 13. Avatar
  Erna Þráins
  03/05/2016 / 10:31

  Nu krossa eg allt sem hægt er að krossa ??

 14. Avatar
  Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir
  03/05/2016 / 12:32

  Ó hvað ég yrði glöð!! ❤

 15. Avatar
  Arnbjörg Kjartansdóttir
  03/05/2016 / 20:58

  Já takk ég á enga svona bursta en hef bara heyrt góða dóma um þá ???

 16. Avatar
  Alfa Dröfn
  04/05/2016 / 08:44

  Ég er ótrúlega spennt að prófa duo fiber burstana frá RT! Þetta væri náttúrulega tryllt skemmtilegt! ❤️

 17. Avatar
  Sæunn
  04/05/2016 / 14:13

  æji já það er hálf lélegt úrvalið hjá mér af burstum …væri æði

 18. Avatar
  Hrafnhildur Halldórsdóttir
  04/05/2016 / 18:29

  Já takk?

 19. Avatar
  Rósa K Skarphéðinsdóttir
  08/05/2016 / 21:51

  Já takk :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts