Vikunnar: Rock Nudes

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-3

untitled-10

Byrjum þessa viku á splunkunýrri augnskuggapallettu frá Maybelline! Vonandi eruð þið búin að eiga æðislega helgi og eruð reddí í þessa viku með mér því það verður sko nóg um að vera hér á blogginu hjá mér. Nýlega kom þessi Rock Nudes palletta frá Maybelline á markað hér heima og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með hana. Litirnir eru æðislegir en þeir eru klárlega ætlaðir fyrir dekkri smokey og rokkaðar farðanir. Ég dróst strax að fallega blá litnum í pallettunni og gerði því lúkk með honum fyrir þessa færslu. Ef þið hafið prófað hinar nudes palletturnar frá Maybelline þá inniheldur þessi palletta sömu formúlu þar sem augnskuggarnir eru múkir en smá púðraðir. Það er auðvelt að byggja upp litina til að þeir verði litsterkir en einnig er hægt að setja bara léttan lit á augnlokið. Svarti liturinn í pallettunni kom mér til dæmis skemmtilega á óvart því hann er raunverulega svartur en ekki grár eins og margir svartir litir vilja vera í ódýrari pallettum.

untitled-16

Hér er svo fyrsta lúkkið sem ég gerði með pallettunni minni. Ég notaði fjóra liti úr pallettunni til að skapa þessa vængjuðu smokey förðun en ég vildi að blái liturinn yrði aðalstjarnan í förðuninni þar sem hann fangaði athygli mína við fyrstu sýn.

untitled-22

untitled-19

Ég byrjaði á því að setja límband frá neðri augnháralínuninni og setti svo svarta augnskuggann þétt upp við límbandið og alveg á mitt augnlokið til að gera vængjaða svarta línu með skugganum. Næst tók ég bláa litinn og blandaði svarta litinn aðeins út og upp. Eftir það tók ég silfurlitaða augnskuggann úr pallettunni og setti hann á augnlokið þar sem vantaði skugga. Hvíta augnskuggann úr pallettunni setti ég svo í innri augnkrók til að birta aðeins yfir honum. Til að gera lúkkið extra smokey setti ég svartan augnblýant í efri og neðri vatnslínuna og bar svo svarta augnskuggan meðfram neðri augnhárunum. Til að toppa lúkkið notaði ég nýja Lash Sensational Luscious maskarann frá Maybelline og nýja matta varalitinn frá Maybelline í litnum Nude Embrace. Þetta er þvi heldur betur Maybelline lúkk hjá mér ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts