4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Viðbót í sumarveskið

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_1055

Mig langaði að sýna ykkur eina ódýra og vægast sagt krúttlega vöru sem flott er að geyma í veskinu eða vasanum núna í vor eða sumar. Baby Lips Balm & Blush varasalvarnir frá Maybelline eru tiltölulega nýkomnir á markað hér á landi og kosta í kringum 1300 krónur stykkið út í búð ef ég man rétt. Ég á tvo liti til að sýna ykkur en allt í allt koma þeir í 5 litum.

IMG_1068

Varasalvinn heitir Balm & Blush þar sem hægt er að nota vöruna bæði á varirnar og kinnarnar. Ég persónulega hef ekki notað þá á kinnarnar en ég hef notað þessa mikið á varirnar og þeir gefa vörunum heibrigðan og fallegan ljóma ásamt léttum lit. Ég geymi mína alltaf í úlpuvasanum mínum svo ég geti hent þeim á mig yfir daginn ef mig vantar smá raka eða lit á varirnar. Varan er hringlaga, ekki ósvipuð eos varasölvunum sem gerir hana ákaflega einfalda í ásetningu. Lyktin á þessum er líka alveg dýrindis enda lykta allar Baby Lips vörurnar, nema kannski farðagrunnurinn eins og draumur í dós!

IMG_1078

Fyrsti liturinn sem ég hef til að sýna ykkur heitir Innocent Peach og er eins og nafnið gefur til kynna kóraltónaður ferskulitur. Þessi gefur vörunum léttan gegnsæan lit og inniheldur hvorki glimmer né shimmer agnir. Ég er búin að nota þennan mest af þeim litum sem ég á og ég veit að þessi á eftir að vera fullkominn í vor og sumar. Það er örugglega líka flott að henda þessum á kinnarnar fyrir strandarferðir í sumar en það skal þá að sjálfsögðu gert eftir að búið er að bera sólarvörn á andlitið :)

IMG_1062

Hinn liturinn sem ég á heitir Shimmering Bronze og er bronslitaður með gylltum undirtónum. Í þessum lit eru gullitaðar shimmer agnir sem endurvarpa birtunni ótrúlega fallega og maður fær pínu svona JLo varir ef þið skiljið hvað ég meina! Ég hugsa meira að segja að það gæti verið sniðugt að bera þennan á kinnbeinin í sumar ef maður er að fara í sundlaugarpartí eða einhverja aðra útiveru og vill hafa pínu ljóma í andlitinu án þess að líta út eins og diskókúla ;)

IMG_1091

Hér sjáið þið svo litina tvo á handarbakinu mínu. Eins og þið takið eftir þá eru litirnir ekki þeir litsterkustu en þeir eiga einmitt að vera svona. Varan á að gefa léttan lit á varirnar og kinnarnar til að fríska upp á útlitið og það gerir hún svo sannarlega. Þegar ég fékk mína fannst mér pínu eins og ég þurfti að komast yfir einhverja toppfilmu á vörunni til að fá litinn almennilega á varirnar svo rennið bara varasalvanum nokkrum sinnum á handarbakið ykkar til að losna við hana. 

Screen Shot 2016-04-12 at 15.50.49

Áferðin á varasölvunum er æðisleg og ég get rennt þeim fram og tilbaka á vörunum mínum alveg endalaust því mér finnst það svo þægilegt. Áferðin er eitthvað svo mjúk og góð og ég er ekki frá því að mér líki betur við hana en áferðina á upprunalegu Baby Lips varsölvunum. Endingin er bara eins og við má búast af varasölvum og það þarf að bera vöruna á annað slagið yfir daginn. Litastyrkleikinn er léttur og varan viðheldur raka í vörunum án þess að veita neitt sértaklega af honum.

IMG_1055

Þessir munu því vera fastir í jakkavasanum mínum í sumar enda eru þeir skemmtilegir, krúttlegir, hentugir og þægilegir í senn. Ég fíla formúluna í þessum betur heldur en í upprunalegu Baby Lips varasölvunum og þá er ágætlega mikið sagt. Þið sem hafið prófað þessa, eruð þið sammála? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
powered by RelatedPosts