Victoria Beckham x Estée Lauder

Rétt upp hönd sem er spenntur fyrir þessum fréttum! Um helgina tilkynnti engin önnur en Victoria Beckham að hún væri komin í samstarf með Estée Lauder um að hanna nýja förðunarlínu fyrir merkið sem er væntanleg á markað frá og með september næstkomandi haust. Eins og mörgum er kunnugt hefur Victoria skapað sér gott nafn sem fatahönnuður á undanförnum árum en hún hefur einnig fiktað smá við snyrtivöruframleiðslu og þá síðast í samstarf við Nails Inc þar sem hún hannaði tvo naglalakkaliti. Það verður því spennandi að sjá hvernig línan með Estée Lauder mun koma til með að líta út :)
es_xx_major_scoop_landing_medium

Ég hef fylgst vel með Estée Lauder upp á síðkastið og svo virðist sem merkið sé aðeins að reyna að breyta um ímynd til að ná frekar til yngri kynslóðarinnar og stækka þannig markaðshóp sinn. Sem dæmi um þetta má nefna ákvörðun fyrirtækisins um að ráða til liðs við sig fyrirsætuna og samfélagsmiðlastjörnuna Kendal Jenner sem og tilkomu nýju Estée Edit línunnar.

Það verður því spennandi að sjá hvernig þetta samstarf með Victoriu Beckham mun koma til með að líta út en sjálf býst ég við að línan muni einkennast mikið af klassískum vörum, nude litum og fallegum pakkningum. Sjáum svo til hvort ég hafi rétt fyrir mér með það ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.