Varaliturinn fyrir sumarfríið!

Varalitinn fékk ég að gjöf

Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa… allavega svona miðað við vanalega. Eftir þessa færslu ætla ég því að skreppa í stutt sumarfrí og alveg að reyna að taka mig úr sambandi frá umheiminum næstu tvær vikurnar. Það er allt á haus í lífinu mínu akkúrat núna (og ekki á neikvæðan hátt þá ;) ) þannig að það gæti komið ein færsla frá mér um það bara svona til að leyfa ykkur að fylgjast með hvað er í gangi en annars ætla ég bara að vera í fríi :)

Í dag hinsvegar langar mig að sýna ykkur þennan fáránlega flotta varalit frá MAC sem ég er búin að vera að teygja mig mikið í undanfarnar vikur.

Eins og alltaf tek ég myndir af vörum áður en ég prófa þær svo ekki fá þær ranghugmyndir að varliturinn sé svona ósnertur út í dag því það er svo sannerlega ekki raunin ;) Liturinn heitir Bunny Beams og kemur úr Color Rocker línunni sem kom í sölu í MAC fyrr í sumar. Línan kom í takmörkuðu magni svo ég er kannski pínu sein að fjalla um hana en ég fór nú samt í MAC um daginn og þá sá ég að Bunny Beams var ennþá uppi svo ég ákvað bara að fjalla um hann samt þar sem ég er svo hrifin af honum!

Varaliturinn er mattur og er svona mitt á milli þess að vera kaldtóna bleikur eða fjólublár. Hann passar því fullkomlega við litarhaft þeirra sem eru frekar kaldtóna eins og ég. Varaliturinn er típískur MAC varalitur – rosalega þægilegur á vörunum og endist lengi þar sem hann er mattur. Virkilega flottur litur til að hafa með í sumarfríið!

Annars þá bara heyrumst við aftur eftir ekkert of langan tíma en þar til þá vona ég bara að þið njótið sumarsins elsku lesendur!❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varalitinn fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
Fashion Fanatic pallettan frá MAC
Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú sam...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
powered by RelatedPosts