4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Væntanlegt frá Real Techniques 2016

Færslan er ekki kostuð

Hvernig væri að undirbúa sig fyrir komandi ár með smá snyrtivörufréttum? Real Techniques mun koma á markað með nokkrar skemmtilegar vörur á næsta ári og að sjálfsögðu eru nokkrir nýjir burstar inni í þeim pakka. Mig langaði að sýna ykkur aðeins þær nýjungar sem eru væntanlegar frá merkinu núna strax í janúar. Ég veit hinsvegar ekki hvenær þær rata hingað heim í verslanir en það er þó hægt að redda sér með því að panta frá realtechniques.com því þeir senda til Íslands :)

203 Tapered Shadow – Byrjum á nýjungunum í Bold Metals línunni. Þetta er sá bursti sem ég er spenntust fyrir! Ég hef lengi beðið eftir góðum „fluffy“ bursta frá RT og mér sýnist þessi koma nokkuð nálægt draumnum. Það verður því spennandi að sjá hvernig hann lítur út með eigin augum en hann á víst að henta vel til að blanda út skugga í glóbuslínuna.

102 Triangle Concealer – Annar bursti sem er væntanleg viðbót í Bold Metals línuna er þessi hyljarabursti. Ég hef ekki prufað þríhyrnta farðaburstann sem er nú þegar í línunni og satt best að segja þá hræðist ég hann pínu. Mér finnst alltaf best að „buffa“ meikið í húðina með þéttum stórum bursta eins og F80 burstanum frá Sigma svo ég var ekki alveg viss um hvað mér fannst þegar ég sá þennan stóra frá RT. Hinsvegar gæti ég alveg trúað þessum til að bera vel úr hyljaranum. Ég allavega hræðist þennan minna en stóra burstann sem er nú þegar til :)

Brow Set – Þetta líst mér sko vel á! Heilt sett sem er einungis tileinkað augabrúnum. Ég persónulega elska skáskorna augabrúnaburstann sem fylgir augnskugga starter settinu og hér í þessu setti erum við með minni útgáfu af honum. Ég get sagt ykkur það að ég er alveg líkleg til að kaupa mér þetta sett bara fyrir þennan eina bursta! Ég veit… ég á við vandamál að stríða. Í settinu er þó líka að finna skáskorinn plokkara, fíngerðan plokkara, spoolie sem er eiginlega bara lítil maskaragreiða og smudgebursta sem mér finnst mjög áhugavert val til að hafa í þessu setti.

Brush Cleansing Pallette – Síðast en ekki síst, the créme de la créme þá er væntanleg frá merkinu burstahreinsimotta. Þetta er samt ekki motta heldur einhverskonar bakki sem maður heldur á. Ég nota alltaf gamla sílikon glasamottu og barnasápu til að nudda drullunni úr burstunum mínum svo þetta væri skref upp á við fyrir mig. Ókei þegar ég les þetta yfir þá væri þetta mjög stórt skref upp á við! Kannski maður fjárfesti bara í einni svona því mig grunar að hún verði töluvert ódýrari en original Sigma hanskinn sem hefur þó verið á óskalistanum í dágóðan tíma.

Já þar hafið þið það! Fullt af nýjungum væntanlegar árið 2016 frá Real Techniques… og reyndar Belle.is líka, en meira um það síðar ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
!BECCA er á leiðinni til Íslands!
Það sem ég er búin að þaga yfir þessu litla leyndarmáli í langan tíma! Núna má loksins fara að kjafta frá þessu en Becca Cosmetics er á leiði...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts