4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Uppáhalds snyrtivörurnar árið 2016

Færslan er ekki kostuð

untitled-designÍ ár langaði mig að taka saman smá annál með uppáhalds snyrtivörunum mínum árið 2016! Í leiðinni langar mig að þakka ykkur öllum kærlega fyrir lesturinn. Án ykkar væri ekkert blogg og þið hafið svo sannarlega gert bloggárið mitt 2016 ógleymanlegt svo takk fyrir það❤️ 

Hér sjáið þið svo lista yfir mest notuðu snyrtivörurnar mínar árið 2016. Vonandi getið þið dregið einhvern innblástur frá honum… og já þetta verður langur listi svo náið ykkur í smá áramótasnarl ;)

Byrjum á húðinni!..

 

bobbibrown

Farðahreinsir

Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil

Þessi olía! Hvað get ég sagt. Ég hef ekki notað annað til að hreinsa af mér farðann eftir að ég fékk að prófa þessa. Þetta er svona farðahreinsun fyrir letingja enda tekur enga stund að taka farðann af með olíunni. Ég prófaði þó svipaða olíu frá L’Oréal um daginn sem er engu síðri en ég segi ykkur betur frá henni á nýju ári ;) Sjá meira HÉR.  

foreoluna

 

Hreinsibursti

Foreo Luna Mini

Þessum bursta kynntist ég fyrst í desember 2015 og hef notað hann á hverjum einasta degi, oft á dag, síðan þá! Þrátt fyrir að nota hann svona mikið hef ég bara þurft að hlaða hann tvisvar! Hann hreinsar húðina mína óaðfinnanlega og það besta við hann er að maður þarf aldrei að skipta um burstahaus.

 laveracleansing  

Andlitshreinsir

Lavera Cleansing Gel

Gelhreinsir frá Lavera sem er mildur en gerir á sama tíma hellings gagn. Hann virkar vel með hreinsiburstum þar sem hann freyðir vel en ég hef mikið verið að nota hann með Foreo Luna burstanum.

 

 

sublimescrubAndlitsskrúbbur

L’Oréal Subime Glow Radiance Revealing Scrub

Þetta skrúbbur frá L’Oréal er alveg dásamlegur en hann freyðir og hreinsar húðina ásamt því að fjarlægja dauðar húðfrumur. Kornin í honum eru ekki of fín og ekki of gróf svo þau henta fullkomlega fyrir okkur sem viljum aðeins finna fyrir skrúbbnum á andlitinu en ekki of mikið.

claymask

 

Maski

L’Oréal Pure Clay Mask Purify & Mattify 

Ég held að allir geti verið sammála um það að 2016 var maskaárið mikla! Þetta var því erfitt val hjá mér en það er kannski engin furða að græni maskinn frá L’Oréal hefur verið mest notaður hjá mér á árinu. Ég hef ekki hætt að nota hann frá því ég fékk hann enda æðislegur hreinsimaski og á mjög viðráðanlegu verði. Sjá meira HÉR

 

signaturespa

Andlitsserum

My Signature Spa Herbal Serum

Ég veit ekki hvað það er sem gerir þetta serum svona gott en fyrir mér er þetta algjör undravara. Serumið nota ég þegar að húðin mín þarf auka boost og ég sver það umbreytir húðinni minni yfir nóttu. Kannski virkar efnin í því bara svona svaka vel á mig en af öllum þeim serumum sem ég hef prófað (og þau eru þó nokkuð mörg) þá hefur þetta algjöra yfirburði í mínum bókum. Síðan er þetta líka íslensk framleiðsla sem er aldrei verra :)

 

embryolisse

Andlitskrem

Embryolisse Lait Crème Concentré

Embryolisse er andlitskrem sem mér finnst að allir þurfa að eiga allavega einu sinni á ævinni. Þetta er krem sem stígur engin feilspor í mínum augum enda hentar það öllum húðgerðum, er ótrúlega mjúkt og þægilegt þar sem einfaldleikinn er í algjöru fyrirrúmi. Fullkomið fyrir fólk eins og mig sem er með viðkvæma húð.

 

pepstart 

Augnkrem

Clinique pep-start

Clinique pep-start er augnkrem sem ég hef notað alveg ótrúlega mikið árið 2016. Kremið set ég á mig áður en ég mála mig en það bæði nærir og hressir við þrútna og þreytta húðina í kringum augun og smýgur inn í húðina nánast um leið og maður setur það á sig. Þess vegna hentar það svona vel til að setja undir farða. 

 

bliss24

 Líkamskrem

Bliss High Intensity 24-‘heaven’ healing body balm

Ef þið eruð eitthvað lík mér og nennið sjaldnast að bera á ykkur líkamskrem þá er þetta krem sem þið ættuð að kíkja. Ástæðan er einföld, kremið er svo stútfullt af raka að hann endist á húðinni í marga daga! Það nægir mér því að setja þetta á mig einu sinni í viku og rakinn helst alla vikuna. Kremið lyktar dásamlega og það er algjör lúxus að til dæmis bera það á lappirnar eftir rakstur.

 

sttropez

Brúnkuvara

St Tropez Luxe Dry Oil

Ég enduruppgötvaði brúnkuvörur á þessu ári eftir að hafa tekið mér svona 7 ára pásu frá því öllu saman. Varan sem að kom mér aftur á skrið var brúnkuolían Luxe Dry frá St Tropez. Algjörlega geggjuð olía sem auðvelt er að nota og gefur ótrúlega eðlilega og fallega brúnku. Ég skrifaði færslu fyrr á þessu ári um hvernig ég bera á mig brúnkuvörur en HÉR getið þið séð hana.

 

pop

 

Ilmvatn

POP frá Stella McCartney

Þessi ilmur er alveg einstaklega góður og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér á árinu. Þetta er einn af þeim fáu fersku ilmum sem ég á sem ég fæ ekki hausverk af. Flottur ilmur sem hentar ungum stúlkum virkilega vel sem fyrsti ilmur. Þennan er hægt að nota sem hversdagsilm en ég hef mikið notað hann sem spari. Sjá meira HÉR.

 

Þá er það hárið…

 

notyourmothers

 

Sjampó & hárnæring

Not Your Mother’s Way To Grow Long & Strong

Sjampó og hárnæring sem að hreinsar og nærir á mér hárið án þess að þyngja það. Vörurnar voru uppseldar um daginn þegar ég þurfti að kaupa nýtt og ég keypti því aðra tegund frá öðru merki… aldrei aftur! Þetta er einfaldlega best fyrir mitt hár.

  

texturespray

Hármótun

Fudge Urban Texture Spray

Þetta sprey er algjör himnasending fyrir þá sem vanta lyftingu í hárið sitt. Spreyið gefur hárinu ákveðna áferð sem að hjálpar til við að halda hreyfingu í hárinu svo það það verið ekki flatt. Virkilega flott sprey sem ég hef mikið notað til að halda krullum og liðum í hárinu mínu. Sjá meira HÉR.

 

 

Næst er allt sem viðkemur förðun…

 

rtdiamond

Förðunartól

RT Miracle Complexion Sponge

Það er ekki langt síðan ég prófaði þennan í fyrsta skipti en ég væri að ljúga að ykkur og sjálfri mér ef ég segði þetta ekki vera besta svampinn sem ég hef prófað á árinu! Þennan hef ég notað í hvert einasta förðunarlúkk frá því ég fékk hann enda algjör nauðsynjavara til að hafa þegar ég mála mig. Hann gefur óaðfinnanlega áferð á húðina og svo er hann líka bara svo fallegur! Sjá meira HÉR.

 

quickfix

Farðagrunnur

Shiseido IBUKI Quick Fix Mist

Ekki eiginlegur farðagrunnur en þetta sprey úða ég nánast alltaf á húðina til að gefa henni aukið rakabúst áður en ég ber á hana farða. Spreyið viðheldur þá rakanum í húðinni og fær farðann til að endast aðeins lengur á andlitinu. Síðan má úða spreyinu yfir farðann eftir förðun til að bræða hann alveg inn í húðina. Sjá meira HÉR.

 

  

wakemeup Meik/Farði

RIMMEL Wake Me Up Foundation

Þessi farði hefur allt sem ég vil hafa í farða. Hann er léttur, þekur vel án þess að þekja of mikið og endist lengi og vel á andlitinu. Hann inniheldur fínar shimmer agnir sem gefa andlitinu fallegan og heilbrigðan ljóma svo hann ber svo sannarlega nafn sitt Wake Me Up með rentu! 

 

  

yslbb

BB krem

YSL Top Secrets All-In-One BB Cream Clear

Ég hef mikið notað BB krem í ár en af þeim hef ég notað Top Secrets All-In-One kremið frá YSL mest. Það þekur alveg svakalega vel og endist rosalega lengi óaðfinnanlegt á húðinni. Eina sem ég get sett út á það er að það eru örfínar glimmeragnir í kreminu. Ég get þó falið það með að setja smá púður yfir andlitið svo ég læt það ekki bögga mig. Það er of mikið annað sem ég elska við kremið til að láta smá glimmer skemma það fyrir mér!

 

trumatch

Hyljari

L’Oréal True Match Concealer í litnum C1-2-3

Liturinn sem ég nota fæst reyndar ekki á Íslandi en formúlan er þrátt fyrir það nánast eins og hún er æðisleg! Þessi hyljari er svo fáranlega góður að það er eiginlega ekki eðlilegt. Hann þekur vel og helst á sínum stað eftir að hafa verið settur með púðri. Hyljarinn oxast líka lítið sem mér finnst skipta höfuðmáli þegar kemur að góðum hyljara.

charlottesepia

 

Skygging

MAC x Charlotte Olympia Creme Colour Base í litnum Sepia

Þetta er vara sem ég er svo fúl yfir að hafi verið limited edition! Þetta er ein besta kremskyggingarvara sem ég hef notað á ævi minni og í þau skipti í ár sem ég nennti að skyggja á mér andlitið þá var þessi mest notuð í það. Sjá meira HÉR.

laveratranslucent

Púður

Lavera Fine Loose Mineral Powder í litnum Transparent

Þetta púður er svo fáranlega gott að það er eiginlega ekki fyndið. Ef þið eruð með bleikan undirtón í húðinni og vantar flott glært púður þá skuluð þið skoða þetta. Ég hef prófað Laura Mercier púðrið sem allir voru að missa sig yfir og mér fannst það einfaldlega of gultóna fyrir mig. Það þurrkaði líka svo svakalega upp augnsvæðið mitt en Lavera púðrið gerir það ekki.

 sculptmac 

Sólarpúður

MAC Vibe Tribe Sculpt Defining Powder í litnum Golden Rinse

Sólarpúður sem kom í Vibe Tribe línunni frá MAC síðastliðið vor. Það gefur ótrúlega fallegan lit og bjarma og því hefur það verið mest notað af mínum sólarpúðrum á þessu ári. Því miður kom það í takmörkuðu magni og því leiðinlegt að ég hafi ekki fundið annað á þessu ári sem er jafn gott og fæst alltaf :(  Sjá meira HÉR.

lumidrops 

Fljótandi ljómi

Gosh Lumi Drops í litnum Vanilla

Lumi droparnir frá Gosh eru einmitt eitt af því sem ég er ótrúlega hrifin af en hef ekki deilt með ykkur ennþá hér inni. Droparnir gefa ótrúlega fallegan ljóma sem hægt er að blanda við hvaða farða sem er eða þá til að nota einan og sér á hápunkta andlitsins. Droparnir koma í nokkrum litum.

 

esteglow-copy

Ljómapúður

Estée Lauder Bronze Goddess Summer Glow Multi Palette

Þó að þessi palletta hafi kannski ekki slegið í gegn hjá mér þá gerði ljómapúðrið í henni það svo sannarlega! Þetta er fallegasti litur af ljómapúðri sem ég á og formúlan er alveg einstök. Ljóminn bráðnar einfaldlega inn í húðina og verður virkilega náttúrulegur og fallegur en helst á sama tíma áberandi. Luv it! 

laveracharmingrose 

Kinnalitur

Lavera So Fresh Mineral Rouge Powder í litnum Charming Rose

Fullkominn ferskju-/kóraltóna kinnalitur með smá ljóma. Kinnaliturinn blandast vel á húðinni og passar við hvaða lúkk sem er. Það er einmitt ástæðan fyrir því að hann er mest notaður hjá mér og í uppáhaldi því hann passar við allt! Sjá meira HÉR.

 

laverabrowAugabrúnavara

Lavera Eybrow Styling Gel í litnum Hazel Blonde

Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að ég móta nánast aldrei augabrúnirnar mínar. Eitt geri ég þó og það er að nota augabrúnagelið frá Lavera. Liturinn hentar mínum augabrúnum fullkomlega en það gefur þeim meiri fyllingu og greiðir þeim á sinn stað. Þetta hef ég notað á hverjum degi árið 2016.

 

painterly 

Grunnur fyrir augnskugga

MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Painterly

Paint Pot frá Mac… þarf að segja meira? Algjörlega ómissandi grunnur fyrir allar augnfarðanir hjá mér. Hann þekur augnlokið og hylur allan leiðinlegan roða, bláma og æðar. Grunnurinn lætur augnförðunina endast allt kvöldið og auðveldar manni að taka hana af þegar að því kemur. Sjá meira HÉR.

 

mg

Augnskuggar

Makeup Geek

Ég pantaði stóra pöntun frá Makeup Geek árið 2016 og hef lítið notað aðra augnskugga en frá þeim. Oftast þegar ég er að gera lúkk með öðrum augnskuggum (og er ekki að fara að birta hér á síðunni) stelst ég til að nota einn eða tvo liti frá Makeup Geek með. Þetta eru bestu augnskuggar sem ég hef prófað eftir að gæðin hjá Too Faced fóru aðeins niður. Það er líka til endalaust úrval af litunum og er mjög sanngjarnt verð á þeim. Sjá meira HÉR.

 

gelliner

 Eyeliner

Maybelline EyeStudio Gel Liner

Fáir eyeliner-ar komast með hælana þar sem þessi hefur tærnar! Þessi er einfaldlega bestur! Hann endist endalaust, kámast ekki upp á augnlokið heldur helst kyrr á sínum stað. Uppáhalds og mest notaður hjá mér á hverju einasta ári.

 

lashsensational 

 Maskari

Maybelline Lash Sensational

Minn allra uppáhalds! Ég hef spænt í gegnum nokkra svona á árinu enda ekki annað hægt þegar maður elskar ákveðinn maskara svona mikið. Einhvern veginn leita ég alltaf aftur í þennan sem er lýsandi fyrir því hversu góður hann er. Hann gefur augunum svakalega fallega umgjörð með því að lengja, þykkja og lyfta augnhárunum.

 

nude45

Varalitur

Rimmel Lasting Finish Nude Collection by Kate Moss í litnum 45

Þessi Rimmel varalitur er hinn fullkomni nude litur fyrir mitt litarhaft. Hann endist lengi, þurrkar ekki upp varirnar og er ó svo fallegur. Ég týndi reyndar mínum fyrir nokkrum vikum en fann hann aftur um daginn eftir að ég snéri húsinu við. Þá var sko kátt í höllinni… allavega hjá mér þó að kærastinn hafi ekkert skilið þetta húllumhæ í mér.

 nyxgloss 

Varagloss

NYX Butter Gloss í litnum Crème Brulee

Ef þið eruð að leita ykkur að flottum gloss sem gefur vörunum ykkar léttan lit og mikinn glans þá þurfið þið ekki að leita lengra. Þetta gloss er búið að vera í vasanum mínum frá því ég fékk það en það er svo ótrúlega rakagefandi að oft nota ég það bara til að veita vörunum mínum smá raka. Virkilega flott gloss frá NYX. 

fixplus

Setting sprey

MAC Prep + Prime Fix+

Þetta sprey er búið að festa sig í sessi í minni förðunarrútínu og ég hugsa að það muni alltaf haldast þar. Ekki það að ég noti spreyið á hverjum degi en það er algjörlega ómissandi þegar ég er að fara út eitthvert fínt. Það festir farðann og gefur fallega og ljómandi áferð á húðina. Spreyið er líka hægt að nota til að ýkja litapigmentinn í augnskuggum og nota ég spreyið óspart í það. 

essiestylenomicsnail

 

Naglalakk

Essie lakk í litnum Stylenomics

 Þessi litur er hrein dásemd! Djúpgrænn sem er fullkominn fyrir veturinn og hefur mikið verið á nöglunum mínum frá því ég uppgötvaði hann. Essie lökkin voru mest notuð hjá mér á árinu enda endalaust af fallegum nýjungum frá þeim :) Sjá meira HÉR.

  

Heiðurinn þetta árið fær…

 

honeydrops

Heiðurstilnefning

Body Shop Honey Bronze Drops of Sun

Heiðurstilnefningu þess árs fær Honey Bronze Drops of Sun frá Body Shop! Þessi vara er ekkert annað en æðisleg en ég fékk hana í Iðunn boxinu mínu síðasta september. Ég er nú þegar komin langleiðina með flöskuna en ég set alltaf þrjá til 4 dropa í lófann á mér og blanda við Embryolisse rakakremið mitt. Þetta ber ég svo á andlitið og það gefur virkilega heilbrigðan og fallegan ljóma og lit. Alltaf þegar ég nenni ekki að mála mig en langar samt að hressa pínu upp á húðina ber ég þetta framan í mig og það verður engin smá breyting, nánast eins og ég sé nýkomin af sólarströnd. Ég er líka búin að gera hana systur mína húkkt á þessu svo ég hvet ykkur klárlega til að prófa!

Jæja þá er það komið! Ég sagði að þetta yrði langur listi ;) Takk aftur fyrir lesturinn á árinu sem er að líða elsku fólk en ég mun að sjálfsögðu koma ennþá sterkari inn a nýju ári! Ég hvet ykkur síðan til að fylgjast vel með Belle.is á morgun… það eru breytingar í vændum og því mun síðan loka á morgun fyrsta janúar í nokkrar klukkustundir en trúið mér þessar breytingar eru bara af hinu góða. 2017 er okkar ár! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

2 Comments

 1. Avatar
  Heiðrún
  02/01/2017 / 13:12

  Geggjaður listi! Ég er sérstaklega ánægð með heiðurstilnefninguna, veit ekki hvar ég væri án þessara dropa! ;)

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   05/01/2017 / 08:40

   Klikkaðir! :D

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
powered by RelatedPosts