4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Uppáhalds RIMMEL farðarnir mínir

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

RIMMEL farðarnir eru einir af mínum uppáhalds ódýru förðum og því fannst mér tilvalið að segja ykkur aðeins betur frá þremur af mínum allra uppáhalds. RIMMEL er líka með úrval af léttum lituðum kremum en ég hef einhvern veginn fundið mig beturí förðunum frá þeim og þeir eru þeir farðar sem ég gríp oftast í þegar að ég er að fara eitthvað og langar að fá meiri þekju á andlitið. Farðarnir bæði endast lengi og eru umfram allt þægilegir á húðinni sem mér finnst einna mikilvægast þegar kemur að farða. Eina sem ég get í rauninni sett út á farðana frá RIMMEL er litaúrvalið. Þeir eru hvorki með mjög ljósa farða né dökka svo ég þarf alltaf að lýsa farðana mína með farðadropum svo þeir passi mér fullkomlega. Það breytist nú samt vonandi í sumar þegar að húðin mín fær á sig smá lit :)

WAKE ME UP FOUNDATION

Sá fyrsti er klárlega minn uppáhalds en Wake Me Up farðinn frá RIMMEL valdi ég sem uppáhalds farðann minn árið 2016, sjá HÉR. Það hefur ekki breyst og farðinn er ennþá minn allra uppáhalds. Hann er léttur, þekur vel án þess að þekja of mikið og endist lengi og vel á andlitinu. Hann inniheldur fínar shimmer agnir sem gefa andlitinu fallegan og heilbrigðan ljóma enda heitir hann Wake Me Up! Hér getið þið samt séð hversu dökkur liturinn er en þetta er held ég ljósasti liturinn. Hann oxast smá svo þið vitið af því.

FRESHER SKIN FOUNDATION

Fresher Skin farðinn er fullkominn fyrir þá daga þegar ég vil bara létta og náttúrulega þekju á þá staði andlitsins sem þurfa það. Farðinn er mjög léttur, mér líður oftast eins og ég sé bara ekki með neitt á mér en hann jafnar samt út lit húðarinnar. Farðinn kemur í krukku sem léttir mér lífið þegar kemur að því að blanda mér ljósari blöndu af farðanum því þá skófla ég alltaf bara smá af honum í lokið og blanda þar. Þessi er samt sá farði frá RIMMEL sem er næst mér í lit en þetta er einstaklega skemmtilegur farði sem eins og þið sjáið gefur æðislega áferð.

LASTING FINISH 25H FOUNDATION WITH COMFORT SERUM

Síðast en ekki síst er það Lasting Finish farðinn. Þetta er sá farði sem ég nota þegar ég er að fara út að skemmta mér eða er að fara eitthvert þar sem ég veit að farðinn þarf að endast í langan tíma. Hann gefur þétta þekju en áferð farðans er svona mitt á milli þess að vera mött og náttúruleg og hann felur allar litamisfellur sem ég vil fela.

Hafið þið prófað farðana frá RIMMEL og ef svo er hver er ykkar uppáhalds? Hvern ætti ég að prófa næst? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts