4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Uppáhalds frá ColourPop

Vörurnar eru í einkaeigu

ColourPop favorites; Colourpop uppáhalds

Ég er búin að bíða eftir þessu í meira ár en ColourPop er loksins byrjað að senda til Íslands! Það er reyndar pínu hættulegt því að ég elska merkið svo rosalega mikið og þeir eru virkilega duglegir að koma með nýjungar á markað svo ég þarf kannski smá að passa mig! ;)

Fyrst að þeir eru farnir að senda til Íslands langaði mig að taka saman smá lista af mínum uppáhalds ColourPop vörum af þeim sem ég á. Eins og þið sjáið valdi ég hluti sem eru mjög fjölhæfir en þetta eru einmitt þeir hlutir sem ég nota allra mest af þeim vörum sem ég á.

1. Super Shock Shadow í litnum Get Lucky

Þetta er hinn fullkomni gulllitaði augnskuggi. Það er án djóks hægt að nota hann í allt. Mér finnst þessi vera algjör nauðsyn til að eiga ef þið ætlið að kaupa eitthvað frá ColourPop. Það þarf virkilega lítið af augnskugganum til að fá fulla þekju og kröftugan lit svo þið munuð eiga þennan mjög lengi þó þið notið hann oft.

2. Super Shock Shadow í litnum Liberty

Ef það er einn silfurlitaður augnskuggi sem þið þurfið að eiga þá er það þessi hér! Liberty er eins og fljótandi silfur og þið munið svo sannarlega ekki sjá eftir því að kaupa þennan. Þessi er jafnvel litsterkari en allir hinir ColourPop augnskuggarnir sem ég á en hann er algjörlega tjúllaður!

3. Super Shock Shadow í litnum DGAF

Þessi augnskuggi var hluti af jólalínunni hjá ColourPop í ár en hann hefur verið svo vinsæll að hann er kominn í fasta sölu hjá þeim. Það er frekar erfitt að lýsa litnum en hann er brún-koparlitaður með duochrome gylltu glimmeri. Virkilega flottur!

4. Ultra Matte Lip í litnum Midi

Þessi fljótandi varalitur er hálfgerð eftirlíking af Pure Hollywood litnum frá Anastasia Beverly Hills en ég elska að nota þennan með varablýantnum sem ég nefni hér aðeins fyrir neðan. Ég persónulega elska fljótandi varalitina frá ColourPop en þeir eru með sömu formúlu og Kylie Jenner varalitirnir ef einhver vill næla sér í ódýrari gerðina af þeim.

5. Créme Gel Liner í litnum Overboard

Ég gjörsamlega elska augnblýantana frá ColourPop en þeir eru með þeim bestu sem ég hef prófað! Ég er einmitt nýbúin að panta mér nokkra fleiri liti frá þeim en ég skal sýna ykkur þá betur þegar þeir koma til landsins :) Overboard liturinn er verulega fallegur koparlitur sem hentar nánast öllum augnförðunum.

6. Lippie Pencil í litnum Wet

Þetta er varablýanturinn sem ég elska að nota með fljótandi varalitnum sem ég nefndi hér fyrir ofan. Þetta er grátóna blýantur með smá metal-áferð og er virkilega flottur einn og sér eða undir nude litum til að gera þá aðeins dekkri.

7. Lippie Stix í litnum Lumiére

Þetta er fyrsti varaliturinn sem YT stjarnan Kathleen Lights þróaði í samstarfi við ColourPop og hann er einn af þeim flottustu sem ég á. Þetta er fullkominn „mauve“ litur sem er ekki of áberandi og ekki of daufur. Virkilega fallegur hversdags varalitur með mattri áferð.

8. Lippie Stix í litnum Button

Ljós nude litur með smá ferskju undirtón og satín áferð. Þetta er virkilega flottur litur fyrir sumarið og passar bókstaflega við allar farðanir.

9. Highlighter í litnum Lunch Money

Þetta er ein af mínum allra uppáhalds ljómavörum en hún hentar frábærlega fyrir þær sem eru með ljósa húð. Áferðin á ljómavörunum frá ColourPop er einstök en hún eru svona mitt á milli þess að vera krem- og púður og setja vörurnar því mjög náttúrulegan ljóma á andlitið sem hægt er að byggja upp fyrir alvöru diskókúlubjarma.

10. Blush í litnum Holiday

Ég er ekkert sérstaklega hrifin af kinnalitunum frá ColourPop og myndi örugglega ekki kaupa mér fleiri liti en ef þið ætlið á annað borð að prófa kinnalitina þá myndi ég klárlega kaupa litinn Holiday. Hann er rosalega fallegur og kemur vel út á húðinni.

11. Where the light is

Fyrstu augnskuggarnir sem Kathleen Lights hannaði fyrir ColourPop og mér finnst þeir vera algjör nauðsyn til að eiga ásamt augnskuggunum sem ég nefndi hér fyrir ofan. Þið munuð klárlega ekki sjá eftir því að kaupa ykkur þetta sett því það er hægt að nota það í rosalega margt og koparlitirnir í því eru gjörsamlega klikkaðir!

Ég er svo búin að skrifa þó nokkrar færslur um vörurnar sem ég á frá ColourPop svo mig langaði að setja hlekkina af þeim færslum hér fyrir neðan:

ColourPop Lippie Stix

ColourPop Kathleen Lights

ColourPop Créme Gel Colour

ColourPop Créme Gel Colour 2

ColourPop Overboard

ColourPop förðun

ColourPop förðun 2

ColourPop förðun með ljómavörunum

Vonandi hefur þessi listi minn veitt ykkur einhvern innblástur um hvað þið getið verslað í fyrstu sendingunni til Íslands frá ColourPop :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Uppáhalds RIMMEL farðarnir mínir
RIMMEL farðarnir eru einir af mínum uppáhalds ódýru förðum og því fannst mér tilvalið að segja ykkur aðeins betur frá þremur af mínum allra u...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts