Uppáhalds farðanirnar frá Óskarnum 2017!

Þá er ég komin heim frá ferð minni til Glasgow þar sem veskið og axlirnar fengu að finna fyrir því! Ég ætla að reyna að koma mér í almennilega bloggrútínu aftur og því tilvalið að byrja þessa snjóþungu viku á förðunarpósti með öllum flottustu förðununum frá Óskarnum! Ég verð alltaf jafn svekkt þegar ég get ekki horft á Óskarinn í beinni, enda sýndur svo seint á sunnudagskvöldi en ég get þó huggað mig við það að geta horft á hann í kvöld þó ég viti nú hverjir vinna :)

Eigum við ekki bara að skella okkur í farðanirnar?

Emma-Roberts

Byrjum á henni Emmu Roberts! Emma hélt sig við matta húð, kampavínslitaða og bronsaða tóna þegar kom að augnförðun en poppaði upp á lúkkið með eldrauðum varalit sem passar óaðfinnanlega við rauða hárið.

hbz-oscars-beauty-janelle-monae

Janelle Monae, hvað er hægt að segja!? Mér finnst hún alveg hreint hafa verið óaðfinnanleg allt verðlaunatímabilið en hún er með svo einkennadi stíl að maður fattar alltaf strax að þetta sé hún þó maður sjái bara í hnakkann á henni. Hún er alltaf búin að para saman hárið, kjólinn og förðunina og á Óskarnum í ár var engin undantekning á því. Einföld bronsuð skygging á augunum pöruð saman við flottan nude varalit og gordjöss augabrúnir gera þetta lúkk óaðfinnanlegt.

Salma-Hayek

Salma Hayek kaus nokkuð einfalda förðun í þetta skiptið en til að ná henni má setja taupe litaðan augnskugga í glóbuslínuna og ytri augnkrók og  ljós fjólutónaðan glansandi augnskugga á allt augnlokið. Til að toppa lúkkið er settur svartur augnblýantur í vatnstlínuna og þykk svört lína af kolablýanti meðfram efri augnháralínunni og hún smudge-uð örlítið upp á við. Svo er bara sett nóg af maskara, ef til vill stök augnhár, ljómandi húð og fallegur nude varalitur.

Felicity-Jones

Ég elska að Felicity Jones hafði förðunina svona bleiktóna og náttúrulega útaf því að það fer hennar litarhafti svo fáránlega vel! Hún leyfir náttúrulegri fegurð sinni að njóta sín og hárið að mínu mati kórónar alveg lúkkið.

hbz-oscars-beauty-taraji-p-henson

Það eru fáir sem taka miklar áhættur þegar kemur að förðun á Óskarnum en hún Taraji P Henson er ekki ein af þeim! Hún skartaði virkilega flottri smokey förðun, þó ég hefði viljað að hún hefði veri blönduð kannski örlítið betur, en Taraji er með frekar erfiða augnumgjörð. Lúkkið toppaði hún þó með fallegum túrkis grænum augnblýanti meðfram neðri augnháralínunni sem setti skemmtilegan heildarsvip á förðunina.

hbz-oscars-beauty-emma-stone

Þá er komið að hinni dásamlegu Emmu Stone sem skartaði hvorki meira né minna ne glimmeri á augnlokunum! Við erum ekki að hata það ;) Að mínu mati átti Emma algjörlega gærkvöldið enda hlaut hún Óskarinn fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki en hún sigraði líka rauða dregilinn þar sem mér fannst hún algjörlega óaðfinnanleg frá toppi til táar. Kjóllinn hennar var æðislega fallegur og förðunin og hárið líka. Hún skartaði bronslituðu smokey með örlítið af gylltu glimmeri á augnlokunum, rjóðum kinnum og fáránlega flottum rauðum möttum varalit. Fullkomið!

Olivia-Culpo

Olivia Culpo er ein af þeim fáu sem tók áhættu eins og Taraji P Henson og það skilaði sér líka svona rosalega vel! Hún skartaði sterkum fjólubláum augnskugga í kringum augun, miklum maskara, sterkum augabrúnum og nude vörum. Æðisleg förðun en ég hafði nú samt haft hárið öðruvísi, ég er ekki alveg að fíla þessa greiðslu.

hbz-oscars-beauty-hailee-steinfeld

Hailee Steinfeld skartaði annarri förðun sem mér fannst algjörlega sjúk en hún hélt sig við matta liti á augunum. Hún skartaði því brúnni blown out smokey förðun en hafði húðina vel ljómandi og fallega. Á varirnar setti hún svo flottan ljósan bleikan lit.

Naomie-Harris

Naomie Harris lagði áherslu á fallega og ljómandi húð og svona frekar náttúrulega förðun en hún poppaði samt upp á lúkkið með því að nota fjólurauðan lit á augun. Enn og aftur eru fljótóna litir áberandi eins og þið kannski hafði tekið eftir á undanförnum verðlaunaafhendingum svo þessi litur er klárlega „in“ í vor!

sofia-carson-first-ever-2017-oscars-05

Síðast en ekki síst var það hún Sofia Carson! Eruð þið eitthvað að grínast hvað þetta er falleg förðun! Hún hentar henni alveg fullkomlega og ýtir undir náttúrulega fegurð hennar sem að allar góðar farðanir eiga að gera. Augabrúnirnar eru alveg fullkomnar og þessi augnhár og þessi varalitur eru bara eitthvað annað! Hárið smellpassar við förðunina og kjólinn svo það má með sanni segja að henni Sofiu hafi tekist bara ágætlega svona á fyrsta Óskarnum sínum.

Þetta voru þá mínar uppáhalds farðanir frá kvöldinu. Hverjar voru ykkar? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Inga Rós
  27/02/2017 / 12:39

  Hailee Steinfeld og Emma Stone voru klárlega uppáhalds hjá mér.

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   27/02/2017 / 12:55

   Báðar alveg æðislegar! ☺️️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Lúkk gærkvöldsins!
Jii það var svo gaman hjá mér í gær! Ég var svo heppin að fá boð í launch partí hjá NYX Professional Makeup hér í Köben þar sem nýju Love You S...
Hátíðarsýnikennslur væntanlegar!
Ég er heldur betur búin að vera dugleg þessa helgina! Enn sem komið er hef ég tekið á mynd fjórar hátíðarsýnikennslur alveg skref fy...
Farðanirnar á Grammys 2017
Í gær var 59 Grammy verðlaunahátíðin haldin hátíðleg og margar af skærustu söngstjörnunum mættu að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi á rauða dregil...
powered by RelatedPosts