Uppáhalds augnskuggagrunnurinn minn

Varan er í einkaeigu

MG_1599Mig langaði að segja ykkur aðeins frá uppáhalds augnskuggagrunninum mínum. Það er ekkert brjálæðislega langt síðan ég uppgötvaði þennan en ég keypti hann þegar ég fór til Hollands síðastliðinn ágúst. Fyrir þá sem ekki vita þá er augnskuggagrunnur vara sem að borin er á augnlokin áður en augnskugginn er settur á. Grunnurinn eða „primerinn“ á þá bæði að skerpa á augnskuggunum sem bornir eru ofan á svo þeir virki litsterkari sem og að láta þá endast lengur á augnlokinu.

Ég hef prófað þó nokkuð marga augnskuggagrunna undanfarið – allt frá ódýrum grunnum frá ELF upp í dýrari grunna frá Urban Decay – en ég verð að segja að enginn af þeim sem ég hef prófað kemst með tærnar þar sem Painterly Paint Pot frá Mac hefur hælana.

MG_1606
Paint Pot-in frá Mac er í rauninni hægt að nota á marga vegu þar sem litaúrvalið er fjölbreytt og glæsilegt en vinsælast er að nota þau sem einhverskonar grunn undir púðuraugnskugga. Fyrir ljósu íslensku húðina mína hentar Painterly liturinn fullkomlega sem augnskuggagrunnur þar sem hann er nákvæmlega eins og húðin mín á litin og þið getið séð það betur í þeim myndböndum sem ég hef birt upp á síðkastið enda nota ég litinn óspart í þeim þegar ég sýni augnförðun.

MG_1612

Hér getið þið svo séð litinn á húðinni minni… samt varla því hann fellur frekar vel inn í hana en vonandi getið þið spottað hann. Eitt af því sem ég elska við vöruna er hversu vel hún endist á húðinn – við erum að tala um allan daginn og allt kvöldið ef þið viljið prófa það. Liturinn og endingin eru þrusugóð en það er samt ekki það besta. Það besta er hversu auðvelt það er að taka augnförðunina af þér eftir að hafa notað Paint pot-ið. Ég bleyti einfaldlega bómull með augnfarðahreinsi og jafnvel þótt ég sé með kolsvarta smokey augnförðun þá nægir mér að strjúka nokkrum sinnum yfir augnlokið með bómullnum og þá er allt farið. Ef ég væri ekki með grunninn á auglokinu þá þyrfti ég að nudda til að ná skuggunum af en ég slepp við það með því að nota grunninn – treystið mér ég hef prófað bæði og það er rosalegur munur.

Ég mæli algjörlega með þessari vöru en hafið samt í huga að ef þið eruð ljós á hörund og með bleikan undirtón í húðinni þá getið þið notað Painterly en ef þið hafið gulan undirtón þá myndi ég skoða Soft Ochre og sjá hvort að hann henti ykkur aðeins betur :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
Fashion Fanatic pallettan frá MAC
Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú sam...
powered by RelatedPosts