Tveir óvenjulegir primerar

Svona í tilefni þess að það er sól og blíða úti þá langar mig að sýna ykkur þessa flottu Smashbox farðagrunna sem eru fullkomnir fyrir sumarið. Ég er búin að vera rosalega mikið fyrir farðagrunna undanfarið en þessir tveir eiga það sameiginlegt að vera í óvenjulegri kantinum. Það er að segja, þetta eru ekki beint farðagrunnar eins og maður hefur þekkt þá hingað til. Smashbox er þekktast fyrir farðagrunnana sína enda er úrvalið hjá þeim ótrúlega mikið og það kemur manni ekki á óvart að þeir séu hálfgerðir frumkvöðlar þegar kemur að farðagrunnum. Aðal áherslan hjá þeim þegar kemur að grunnum er að þeir hjálpi húðinni að líta sem best út í raunveruleikanum og á ljósmyndum.

Fyrsti óvenjulegi farðagrunnurinn sem ég á frá þeim er Smashbox Photo Finish Primer Water. Þennan hafið þið eflaust séð áður þar sem allt varð bókstaflega vitlaust þegar hann kom fyrst á markað. Ég hafði aldrei trúað því að hann myndi virka þangað til að ég prófaði hann sjálf. Það er eitthvað svo ótrúlegt við það að geta úðað vökva á sig sem er bara eins og vatn og hann fær farðann til að endast svona vel og fallega. Það er hægt að nota spreyið undir farða og þá hjálpar það til við að gefa hina fullkomnu farðaásetningu en það er einnig hægt að nota spreyið sem setting sprey ekki ólíkt Fix+ frá Mac þar sem er hægt að úða því yfir farðann. Það er síðan hægt að úða spreyinu yfir andlitið þegar líður á daginn til að fríska aðeins upp á förðunina. Spreyið gefur húðinni raka, lætur farðann renna vel á hana og tryggir endingu hans yfir daginn/kvöldið. Spreyið fyllir hinsvegar ekki upp í fínar línur eða svitaholur svo þið vitið af því.

Hinn farðagrunnurinn er síðan þessi Smashbox Photo Finish Primer Oil. Þetta eru án efa furðulegasti farðagrunnur sem ég hef prófað á ævi minni. Hann er æðislegur en ég veit að það munu ekki allir fíla hann. Grunnurinn er samansettur úr 15 mismunandi olíum sem eiga að fylla upp í fínar línur og þurrkubletti sem og að gefa húðinni mikinn raka og sjá til þess að farðaásetningin verið óaðfinnanleg. Til að nota þennan set ég tvo til þrjá dropa af olíunni í lófann minn og dreifi vel úr henni á húðina. Síðan bíð ég í svona fimm mínútur og leyfi henni að smjúga vel inn í húðina mína áður en ég legg farðann ofan á. Grunnurinn gefur húðinni minni svakalega flottan ljóma eða svona „dewy“ áferð eins og maður segir á góðri ensku. Farðinn rennur vel ofan á grunninn en ég mæli með að nota mattan eða náttúrulegan farða ofan á þennan bara svo að húðin verði ekki of ljómandi og líti ekki út fyrir að vera feit (of olíumikil það er að segja). Þessi sér ekki jafn mikið um það að farðinn endist lengur á húðinni eins og vatnið hér fyrir ofan gerir enda eru áherslurnar á þessum farðagrunni aðrar. Þessi leggur meiri áherslu á það að veita húðinni mikinn raka og aukið ljómabúst en það má einnig nota þennan einan og sér til að lyfta húðinni aðeins upp.

Mér fannst tilvalið að fjalla um þessa farðagrunna í dag þar sem það er síðasti dagurinn af Smashbox dögum í Hagkaup Kringlunni og Smáralind þar sem það er 20% afsláttur af öllum farðagrunnum frá merkinu og sérfræðingar frá Smashbox eru á staðnum til að veita ykkur alla þá ráðgjöf sem þið þurfið. Ekki amalegt að nýta sér það ef manni vantar á annað borð góðan farðagrunn :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru sýnishorn og í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts