4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Trend: Glossy lids

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Í dag langaði mig að sýna ykkur sjúklega auðvelda förðun sem smellpassar inn í glossy lid trendið sem er búið að vera gegnumgangandi í förðunarheiminum undanfarið og virðist ekkert ætla að linna á næstunni. Glossy lids eða glossuð augnlok eru þegar að glært gloss eða augnkrem er borið yfir augnförðunina til að gefa henni glansandi áferð. Glossuð augnlok eru sérstaklega áberandi á tískusýningum og á tískuljósmyndum þar sem þau eiga það oft til að endast ekki lengi á augunum enda er fljótandi gloss borið yfir augnlokið og því meira sem þú blikkar því meira rennur augnskugginn undir glossinu til. Sir John förðunarfræðingur Beyoncé sýndi einmitt hvernig maður á að gera glossy augnlok á námskeiðinu sem ég fór á með honum um daginn svo ég skemmti mér konunglega við að nota tæknina sem hann kenndi þegar ég gerði þessa förðun.

Hér sjáið þið glossuðu augnlokin mín sem mér fannst bara heppnast svona líka rosalega vel! Ég notaði einungis RIMMEL vörur í lúkkið en mig langaði ekki að setja bara einn heilan lit undir glossið heldur ákvað ég að gera gyllt halo lúkk og gyllti liturinn glitraði alveg svakalega fallega þegar ég setti glossið yfir.

Magnifeyes Keep Calm & Wear Gold, Oh My Gloss, Moisture Renew Lipstick In Love With Ginger, Magnifeyes í svörtu, Magnifeyes Eye Primer, Volume Shake maskari

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði í lúkkið. Ég prufaði nýja Volume Shake maskarann frá RIMMEL í fyrsta skiptið og hann kom mér skemmtilega á óvart. Augnskuggapallettan er mjög ódýr og maður þarf svolítið að vinna með augnskuggana í samræmi verðmerkið. Ég þurfti því pínu að hafa fyrir því að blanda augnskuggana og ég þurfti að bleyta upp í gyllta litnum til að fá hann jafn litsterkan og ég vildi en það er samt vel hægt að vinna með pallettuna sé viljinn fyrir hendi. Varaliturinn er síðan ekkert annað en sjúkur, fullkominn sumarlitur sem er svona appelsínugul-rauður.

En eigum við ekki aðeins að fara yfir hvað ég gerði til að ná lúkkinu? Ég byrjaði að sjálfsögðu á því að grunna á mér augnlokið með Magnifeyes augnskuggagrunninum og setti síðan ljósasta litinn úr pallettunni yfir allt augnlokið. Þetta mun hjálpa öllum hinum augnskuggunum sem lagðir eru yfir að blandast betur saman. Næst tók ég dekksta matta litinn úr pallettunni á Shader bursta frá RT og pakkaði litnum innst á augnlokið og yst á augnlokið og gerði litla brú þar á milli í glóbuslínuna. Núna er ég sem sagt byrjuð að gera halo augnförðunina. Á blöndunarbursta tók ég síðan næst ljósasta matta litinn (lit númar tvö) úr pallettunni og blandaði út litinn sem ég var að pakka á augnlokið. Þessi litur er sem sagt notaður til að eyða öllum skörpum skilum. Ég skildi mitt augnlokið eftir autt en næst tók ég gyllta litinn á flatan bursta sem ég bleyti með Fix+ frá MAC og kom honum fyrir á mitt augnlokið.

Þegar ég var búin að þessu tók ég glossið á lítinn stífan bursta og bar það létt yfir augnlokið. Mér fannst best að setja glossið á handarbakið mitt og taka það þaðan á burstann og svo á augnlokið. Þegar þið setjið glossið á er besta að dumpa bara burstanum á augnlokið til að koma í veg fyrir það að liturinn undir hreyfist til. Í vatnslínuna mína bæði efri og neðri bar ég síðan svarta Magnifeyes kohl eyelinerinn til að gera lúkkið ennþá meira smokey.

Til að toppa lúkkið setti ég svo þennan dásamlega lit á varirnar en hann hreinlega öskrar sumar! Ég veit að ég mun nota þenna mikið í sumar en ég hef alltaf verið hrifin af formúlunni í RIMMEL varalitunum enda eru þeir mínir uppáhalds varalitir og hafa lengi verið.

Hvað finnst ykkur, hafið þið prófað glossuð augnlok?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts