Trend Alert – Rauður augnskuggi!

Færslan er ekki kostuð

Eitt af því sem hefur verið einstaklega áberandi á Instagram og Youtube og jafnvel rauða dreglinum upp á síðkastið er rauður augnskuggi. Ég er svo kolfallin fyrir þessu trendi að það er ekki fyndið! Það getur verið svolítið erfitt að vinna með rauða augnskugga en ef vel er farið að geta þeir dregið fram fallegan grænan lit í ljósum augum og gefið skemmtilegt heildarlúkk. Ég sagði fyrr í vikunni að næsta sýnikennsla myndi tengjast trendi sem væri búið að vera mjög áberandi undanfarnar vikur og það er einmitt þetta – næst á dagskrá er sýnikennsla með rauðum augnskugga! 

Ég tók saman nokkra fallega rauða augnskugga fyrir þá sem vilja henda sér í djúpu laugina og prófa þetta trend :)sm-72Hot Makeup Silky Matte Eye Shadow í litnum Complete – Hot Makeup er nýkomið í sölu hér á landi hjá Fotia.is en ég keypti mér einmitt þennan hérna í dag til að nota í sýnikennsluna fyrir næstu viku. Hann er einstaklega fallegur og ég missti mig eiginlega smá þegar ég prófaði hann fyrr í kvöld!

Screen Shot 2016-03-04 at 21.05.45Morphe 12P Picasso Pallette – Svo við höldum okkur áfram í ódýrari kanntinum þá er einn gullfallegur rauður litur í þessari pallettu frá Morphe. Ef þið eruð með ofnæmi fyrir parabeni hinsvegar þá getið þið ekki notað þessa en ég bíð spent þar til Morphe losar sig við „benin“ til að ég geti farið að nota eitthvað af þeim fegurðum sem þeir gefa frá sér. Mér persónulega finnst þessi palletta æðisleg, svo mikið af fallegum litum sem hægt er að leika sér með :)

dior_876trafalgar003

Dior 5-Colour Eyshadow í litnum Trafalgar – DRAUMAPALLETAN MÍN! Ég veit ekki hversu lengi mig hefur langað í þessa en ekki tímt að splæsa – ég held alveg örugglega frá því hún kom fyrst á markað enda er hausinn minn stútfullur af hugmyndum fyrir þessa. Pallettan inniheldur fimm gullfallega liti en þessi rauði í miðjunni er sá sem að heillar mig mest. Einhvern tíman mun ég eignast þessa pallettu – ef ég tími því ;)

Screen Shot 2016-03-04 at 21.14.40Manny MUA x Makeup Geek Pallette – Ég sé ennþá pínu eftir að hafa ekki keypt mér þessa þegar hún kom aftur inn á síðuna í síðustu viku. Pallettan er samstarf Youtube stjörnunnar Manny MUA og Makeup Geek og seldist að sjálfsögðu upp um leið. Pallettan kom svo aftur inn á vefsíðuna í seinustu viku og ég náði að setja hana í körfuna en gat ekki manað mig að ýta á kaupa takkann… ekki spurja mig afhverju. Ég á nokkra Makeup Geek augnskugga og þeir eru þeir allra bestu sem ég hef nokkurn tíman prófað. Þessi rauði í pallettunni heitir Mars og er ekkert annað en sjúklega fallegur!

Screen Shot 2016-03-04 at 21.18.07Makeup Geek Cherry Cola – Ég veit að þessi augnskuggi er ekki beint rauður en hann er dökk brúnn með dökkrauðum undirtónum og myndi því henta einstaklega vel til að dekkja skyggingu fyrir rauða augnförðun. Þessi er einmitt á óskalistanum mínum fyrir næstu Makeuep Geek pöntun mína.

Screen Shot 2016-03-04 at 21.20.14

Makeup Geek Bitten – Þessi lítur allt öðruvísi út á þessari mynd en hann gerir kominn á húðina. Ef þið googlið swatches af litnum þá sjáið þið betur hvernig liturinn lítur út en hann er dökk vínrauður sem er tóni ljósari en Cherry Cola hér fyrir ofan.

Ég ætla svo að henda mér í það á sunnudaginn að taka myndir fyrir sýnikennsluna og ég get ekki beðið eftir því að leika mér meira með þennan fallega rauða augnskugga frá Hot Makeup. Kannski ég vindi mér bara í þetta á morgun ef ég verð of óþolinmóð að bíða eftir sunnudeginum – hver veit! :)

-Rannveig H.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
New In: Leopard Skirt
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Rannveig og er forfallinn hlébarðamynstursaðdáandi. Það er ekki af ástæðulausu að hlébarðaslaufa pr...
powered by RelatedPosts