Topp Trix: Maskari

big_blog_make_up_26_07_2016

Mig langaði að breyta smá af vananum og koma annað slagið með færslur sem eru kannski meira ætlaðar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun og vita ekki alveg hvernig á að fóta sig í hinum stóra förðunarheimi. Ég ákvað því að byrja með nýjan lið hér á blogginu sem ég kýs að kalla Topp Trix þar sem ætlunin er að fara yfir allskonar góð ráð og ýmis trix sem ég hef lært þegar kemur að förðun. Margt hafið þið eflaust heyrt áður en vonandi mun ég geta deilt með ykkur nokkrum nýjum ráðum svo að þeir sem eru lengra komnir í förðun geti nú nýtt sér þennan lið hjá mér líka :) Maður er nefnilega alltaf að læra eitthvað nýtt svo vonandi leynist hér eitt og annað trix sem flestir geta notað.

I fyrstu færslunni í Topp Trix liðnum langar mig að fara yfir eina förðunarvöru sem er líklegast hvað mest notuð í öllum heiminum… maskari! Ég man að maskari var allra fyrsta snyrtivaran sem ég keypti mér en þá var ég að byrja í 8 bekk. Bleiki og græni Maybelline maskarinn sem margir eflaust kannast við varð fyrir valinu og vá hvað mér fannst ég vera orðin fullorðin! Eftir að hafa prófað maskara var ekki aftur snúið og núna liggur við að ég eigi maskara fyrir hvert tilefni! Hér eru því mín Topp Trix þegar kemur að honum :)

Byrjið að setja maskarann á neðri augnhárin

Þetta er svo einfalt ráð en samt var ég bara að læra það um daginn! Hafið þið ekki lent í því að klína maskara á augnlokið eftir að hafa borið hann á efri augnhárin? Það er ekkert meira pirrandi en þegar maður er búinn að eyða tíma og vinnu í að setja á sig flotta augnförðun og svo klúðra henni með því að klína maskara á augnlokið! Oftar en ekki er þetta vegna þess að við horfum upp þegar við berum maskarann á neðri augnhárin og því smitast blauti maskarinn sem var á efri augnhárunum á augnlokið. Til að koma í veg fyrir þetta þarf einfaldlega að byrja á því að bera maskarann á neðri augnhárinn og síðan bera hann á þau efri.

screen-shot-2016-10-12-at-20-52-23

Notið glæran maskara til að móta náttúruleg augnhár

Oft þegar ég nenni ekki að mála mig en langar samt að fá smá mótun á augnhárin mín nota ég glæran maksara á þau. Þetta gerir augnhárin aðeins meira áberandi en á sama tíma heldur þeim náttúrulegum. Síðan má einnig nota sama glæra maskarann til að móta augabrúnirnar.

screen-shot-2016-10-12-at-20-53-50

Mismunandi maskarar fyrir mismunandi lúkk

Þetta er ráð sem mér finnst að allir mega geyma bakvið eyrað þegar kemur að maskara! Það þarf ekki alltaf að nota sama maskarann við mismunandi farðanir en mismunandi greiður og formúlur í hverjum og einum maskara getur umbreytt því hvernig förðunin mun koma til með að líta út. Það er því um að gera að prófa sig á fram með nokkrar tegundir af möskurum og blanda þeim saman. Ég nota til dæmis yfirleitt sitthvoran maskara á efri og neðri augnhárin.

Breytið umgjörð augnanna

Dragið augnhárin með maskaragreiðunni í mismunandi áttir til að breyta umgjörð augnanna. Ef þið eruð til dæmis með vængjaðan eyeliner þá er rosa fallegt að draga agunhárin með maskaragreiðunni í sömu átt og eyeliner-inn vísar.

whitelash

Notið augnháragrunn/primer

Það er fátt sem getur gert náttúrlega stutt augnhár jafn löng og góður grunnur. Setjið eitt lag af augnháragrunni á augnhárin og leyfið honum að þorna áður en þið setjið venjulega maskarann ykkar yfir. Þessir grunnar eru oftast hvítir og alls ekki ósvipaðir í ásetningu og maskarar en ég mæli sérstaklega með Falsh Lash Maximizer frá MAC. Hann gerir rosalega mikið fyrir augnhárin.

eye-with-mascara-application1

Notið lítinn blævængsbursta til að bera maskara á neðri augnhárin

Ef þú ert ein af þeim sem lendir alltaf í vandræðum með að bera maskara á neðri augnhárin þá getur lítill blævængsbursti reddað málunum! Setjið smá maskara á handarbakið ykkar og takið hann svo upp með burstanum. Juggið burstanum til og frá meðfram neðri augnháralínunni þar til þið eruð sátt með þekjuna á augnhárunum. Ef þið þrýstið svo burstanum aðeins upp að augnháralínunni þá lítur út eins og augnhárin séu þéttari en þau eru í raun og veru. Þetta er tækni sem að förðunarfræðingurinn hennar Adele notar óspart.

lashcurling

Brettið upp á augnhárin áður en þið setjið á ykkur maskara!

Ef það eru einhver förðunarmistök sem gefa mér hroll þá er það þegar fólk brettir upp á augnhárin sín eftir að hafa sett á sig maskara. Ég sé alveg augnhárin fyrir mér límast við augnhárabrettarann og togast af… Úff… Gerið það því fyrir mig og brettið upp á augnhárin ykkar áður en þið setjið á ykkur maskara ;)

Notið toppinn á greiðunni til að setja maskara á erfiða staði

Ef þið eigið erfitt með að bera maskara innst í innri augnkrók eða á aðra erfiða staði getið þið prufa að snúa greiðunni og notað toppinn á henni til að bera maskarann á augnhárin.

Ekki pumpa maskarann!

Þegar ég segi pumpa þá meina ég þá hreyfingu þegar greiðunni er ýtt inn og út úr maskaratúpunni endalaust. Við þetta kemst loft inn í túpuna og maskaraformúlan þornar fyrr upp svo ekki er hægt að nota maskarann jafn lengi. Í staðin fyrir að pumpa maskarann getið þið skofið vöruna af vegg túpunnar með því að þrýsta greiðunni upp að honum og snúa henni.

screen-shot-2016-10-17-at-16-28-50

Bleytið upp í maskaranum með linsudropum

Ef maskarinn ykkar hefur þornað upp og er ekki útrunninn þá er hægt að bæta við nokkrum dropum af linsuvökva ofan í túpuna og hræra með greiðunni til að bleyta aðeins upp í formúlunni aftur.

Þetta voru nokkur af þeim topp trixum sem ég hef lært um maskara frá því ég byrjaði að farða mig. Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta eitthvað en ég er sjálf mjög spennt að halda þessum lið áfram hér á síðunni því mér fannst alveg einstaklega gaman að skrifa þessa færslu. Þá er bara að ákveða hvað ég tek fyrir í næsta Topp Trix lið… einhverjar hugmyndir? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

4 Comments

 1. Avatar
  Sara
  17/10/2016 / 20:41

  Snidugt :) en er blævængsbursti ekki fallegra orð en „viftubursti“. Skil fan eins og blævæng frekar en viftu :)

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   18/10/2016 / 08:28

   Vá jú miklu! Breyti í það alveg klárlega ;)

 2. Avatar 17/10/2016 / 20:46

  Eitt en maskararáð – það besta sem ég hef notað! Fyrsta sem ég geri er að setja maskarann í brjóstahaldarann minn. Set svo á mig meik, hyljara, laga brúnir og þannig, bretti augnhárin og nota svo maskarann ylvolgann úr brjóstahaldaranum. Svo miklu betri þekja þegar hann er aðeins þynnri vegna hitans og engir kekkir ?

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   18/10/2016 / 08:32

   Snilldarráð! Takk fyrir þetta :D ❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts