Topp Trix: Burstar

Síðasta vika var ekki eins og nokkrum manni hafði grunað. Atburðir undanfarna daga eru vægast sagt búnir að liggja þungt á manni og því fannst mér ekki við hæfi að birta í liðinni viku þær færslur sem ég var búin að skipuleggja og lofa. Mig langar að byrja þessa færslu á því að votta öllum ættingjum og vinum hennar Birnu mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona ég með öllu mínu hjarta að þau finni fyrir kærleikanum frá þjóðinni og með tímanum finni frið.

– – –

Það er komið að annari Topp Trix færslu hjá mér! Í síðustu færslu tók ég fyrir maskara og ég algjörlega elskaði að heyra frá ykkur hvaða maskaratrix þið höfðuð lært sem voru ekki á listanum mínum. Þið megið endilega endurtaka leikinn og bæta við trixum í athugsemdir hér við þessa færslu en eins og þið eruð eflaust búin að sjá á heiti færslunnar þá ætlum við að fara yfir mín topp trix þegar kemur að förðunarburstum! Það er mikið af trixum sem ég hef lært tengt þeim og vonandi munu einhver af mínum trixum nýtast byrjendum í förðun jafnt og þeim sem eru lengra komnir. Maður getur nefnilega alltaf lært eitthvað nýtt sjáðu til!

22a88e2a2a8bd55f8cfac1f4844e8c9b

Sjálf kynntist ég ekki förðunarburstum fyrr en ég var á svona þriðja ári í menntaskóla. Þangað til hafði ég alltaf gert allar farðanir með puttunum og er þar af leiðandi svolítið þjálfuð í því en það opnaðist svo sannarlega fyrir mér nýr heimur þegar að burstarnir komu til sögunnar. Fyrsta settið sem ég eignaðist var 11 bursta settið frá elf en það eru ennþá nokkrir burstar úr því sem ég nota enn þann dag í dag og þá sérstaklega blævængsburstinn. Eftir að ég kynntist förðunarburstum var ekki aftur snúið og núna í dag á ég vægast sagt stórt safn af þeim og mér finnst alltaf jafn gaman að geta bætti nýjum burstum í safnið mitt. Hér eru því mín topp trix þegar kemur að förðunarburstum :)

7fdb01dba77a64de6977a330dd072ed3

Að þvo burstana

Það er lítið sem ekkert sem er jafn mikilvægt og þvotturinn þegar kemur að förðunarburstum. Margir hverjir þvo aldrei burstana sína, þvo þá ekki vel eða sjá ekki tilganginn með því en góður burstaþvottur getur bæði lengt líf burstanna og komið í veg fyrir óhreina húð. Bakteríur þrífast rosalega vel í óhreinum burstum, þeim finnst þeir vera voða kósí, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hversu illa það getur farið með húðina að smyrja alltaf bakteríunum í andlitið við notkun vegna þess að burstinn er óhreinn. Ég skal gera lengri færslu þar sem ég fer algjörlega yfir burstaþrif frá a til ö en í millitíðinni getið þið googlað ykkur til um málið :)

e8ed10126e1a29b688bab00b102874a1

Lengri hár léttari þekja

Því lengri sem burstahárin á burstanum eru því léttari verður þekjan á förðuninni. Þeir sem vilja til dæmis einungis létta þekju af farða á andlitið ættu að leita til bursta sem eru með lengri hár.

Styttri hár þéttari þekja

Að sama skapi gefa burstarnir með styttri hár meiri og þéttari þekju. Þeir sem vilja hafa farðann þéttan og þekjandi ættu því að leita til bursta sem eru með styttri hár.

Styttri hár meiri stjórn

Því styttri sem burstahárin í burstanum eru því meiri stjórn hefur þú á ásetningu förðunarvörunnar. Ef þú vilt stjórna nákvæmlega hvar varan á að lenda á andlitinu þá skaltu leitast við að nota bursta með styttri hár.

rBVaEFdH4T6AQ3foAAMKC2PVwcE543

Stærri bursti minni þekja

Því stærri sem burstinn þinn er því minni þekju mun hann gefa. Það er því til dæmis gott að nota stóran púðurbursta til þess að seta létt lag af púðri á andlitið en ef þið viljið byggja upp vöru á húðinni skuluð þið nota bursta sem er með minni burstahaus. Því minni sem burstahausinn er því þéttari verður þekjan.

f395e2eef962f2f0d6789d61ea64197f

Fimm fræknu

Maður þarf ekki að eiga alla burstana í heiminum til að gera flotta förðun, þó það geti svo sannarlega verið skemmtilegt ef þið eruð jafn miklir safnarar og ég. Það er þó nauðsynlegt að eiga allavega fimm lykilbursta til að geta gert allt sem gera þarf. Þessir burstar eru, farðabursti, púður-/kinnalitabursti, sólarpúðurs-/skyggingarbursti, augnskuggabursti fyrir ásetningu og augnskuggabursti fyrir blöndun. Með þessum fimm ættuð þið að geta gert hvaða förðun sem er.

320c26f8114dccc7453a85f2a64518ad

Rétt stærð fyrir ykkar augnumgjörð

Því miður virka ekki allir augnskugga-/blöndunarburstar jafn vel fyrir öll augnsvæði svo besta ráðið sem ég get gefið í þeim efnum er að finna bursta sem er nógu stór/lítill fyrir ykkar augnsvæði. Ef að blöndunarburstinn ykkar er of stór fyrir ykkar augnsvæði getur hann dreift úr augnskugganum þar sem þið viljið ekki fá hann. Ef þið hinsvegar eruð með stærð á bursta sem að hentar ykkur er auðvelt að koma skugganum fyrir nákvæmlega þar sem þið viljið hafa hann og förðunin verður töluvert hreinni og skarpari.

bridal-makeup

Ekki ýta of fast

Þetta eru algeng „förðunarmistök“ sem ég var alltof lengi að venja mig af en ef þú ert ein/n af þeim sem að ert mjög harðhentur við farða ásetningu þá skaltu hætta því ekki seinna en núna! Þrýstingurinn á burstanum við ásetningu á að vera lítill sem enginn enda á burstinn að sjá um alla vinnuna ekki þú. Ef að of mikill þrýstingur er settur á burstann, það er að segja ef þú ert of harðhent/ur getur það skaðað húðina og valdið óþægindum. Það er því algjört lykilatriði að nota léttar strokur og leyfa burstanum að sjá um verkið.

4-font-b-Beauty-b-font-font-b-Blenders-b-font-Professional-Cosmetic-Makeup-Sponge-font

Rakur svampur VS. Þurr svampur

Það er hægt að nota alla förðunarsvampa bæði raka og þurra en munurinn þar á felst í áferðinni sem að svampurinn gefur húðinni. Ef að svampurinn er rakur eftir að hann hefur verið bleyttur mun svampurinn gefa létta áferð og þekju og hentar því vel þeim sem ekki vilja hylja mikið en aðeins jafn lit húðarinnar. Ef að svampurinn er hinsvegar hafður þurr mun hann gefa mikla þekju og hentar því þeim sem vilja hylja meira.

92c6beb6f3c61a6196bea6e56c2d2a9a

Fljótandi förðunarvörur

Ekki vera hrædd við að nota burstana ykkar í fljótandi förðunarvörur eins og fljótandi kinnaliti og/eða fljótandi ljóma. Það er til réttur bursti fyrir hvaða verk sem er og sömu reglur gilda fyrir bursta í fljótandi vörur sem og aðrar vörur. Hér getur líka verið gott að nota raka svampa.

ab034e65cddccb74424fd9e131b22346

Hringlaga hreyfingar

„When in doubt blend it out“ eins og maður segir á góðri ensku en til að ná hinni fullkomnu blöndun er gott að nudda burstanum í hringlaga hreyfingar á húðina. Passið samt að vera ekki of harðhent eins og ég nefndi hér fyrir ofan en mjúkar hringlaga hreyfingar er allt sem þarf til að ná góðri blöndun og jafnri þekju.

Þetta eru svona mín helstu burstatrix svo vonandi getið þið eitthvað nýtt ykkur þau! Ég elska að gera þessar færslur og er þegar komin með lista af hlutum sem ég vil taka fyrir. Ef þið eruð hinsvegar með einhverjar óskir um hvað ég tek fyrir næst þá eru þær að sjálfsögðu velkomnar þið látið mig bara vita, til dæmis í athugarsemdunum hér fyrir neðan :)

Hver eru ykkar topp burstatrix?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts