Topp 10 Real Techniques burstarnir mínir

Færslan er ekki kostuð

top10RT

Hæ hó og gleðilegan mánudag!!! Og já ég er að reyna að peppa mig upp í nýja vinnuviku því mig langar svo bilaðislega mikið að vera komin í sumarfrí… en það styttist! :)

Í færslu dagsins langar mig að rabba smá við ykkur um uppáhalds Real Techniques förðunarburstana mína! Ég skar niður og valdi mína topp 10 en það var erfiðara en ég bjóst við þar sem ég elska þá alla svo bilaðislega mikið. Ég tók upp stutt (eða hitt þó heldur) myndband þar sem ég fer yfir hvern og einn bursta sem ég valdi og hvernig ég nota þá. Vonandi hafið þið gaman af og munið að horfa á myndbandið í HD því þá verður allt svo miklu skýrara! :)

P.S. Ég hef komist að því að mér finnst rosa skemmtilegt að taka upp myndbönd þar sem ég blaðra út í eitt en ef þið eruð með einhverjar tillögur að myndböndum sem ég get gert þá megið þið endilega láta mig vita! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Uppáhalds RIMMEL farðarnir mínir
RIMMEL farðarnir eru einir af mínum uppáhalds ódýru förðum og því fannst mér tilvalið að segja ykkur aðeins betur frá þremur af mínum allra u...
Fullkomnar varir með RT!
Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Col...
powered by RelatedPosts