4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Too Faced – Sweet Peach

Varan í færslunni er í einkaeigu

_MG_5966

Að segja að ég hafi fríkað út þegar mamma og pabbi komu mér á óvart með þessari pallettu í síðustu viku er of vægt til orða tekið! Ég var alveg búin að gefa upp vonina að eignast þessa pallettu enda er hún uppseld ALLSTAÐAR! Mamma rambaði þó á hana í Debenhams í London og mundi eftir að ég hefði sett hana á Sephora óskalistann minn hér á síðunni og ákvað að koma mér á óvart þegar hún kæmi heim og keypti pallettuna. Ég held að hún hafi samt ekki búist við viðbrögðunum sem hún fékk enda skríkti ég af gleði allt kvöldið og lagði pallettuna ekki frá mér! Ég hefði meira að segja sofið með hana hefði ég verið of hrædd um að brjóta augnskuggana en þá myndi gleðin fljótt breyst í sorg ;) 

_MG_5980

Sweet Peach pallettan frá Too Faced var hluti af sumarlínunni frá merkinu og kom því aðeins í verslanir ytra í takmörkuðu upplagi. Pallettan seldist þó upp um leið og hún kom á markað og Too Faced þurfti að bæta við öðru upplagi til að anna eftirspurninni sem var gríðarleg. Pallettan er í sömu stærð og frægu Chocolate Bar palletturnar en í þessari eru þó tveimur fleiri augnskuggar.

_MG_6030

Líkt og Chocolate Bar palletturnar ilma af súkkulaði ilmar þessi af ferskum! Um leið og maður opnar hana tekur á móti manni þessi dýrindis ferska ferskjulykt sem er alveg ótrúlega skrítið en samt eitthvað svo skemmtilegt. í pallettunni eru 18 augnskuggar sem allir eiga það allir sameiginlegt að vera frekar hlýtóna en ferskjuliturinn sjálfur er í aðalhlutverki í mörgum litunum enda vel við hæfi!

_MG_6048

Hér sjáið þið betur alla litina í pallettunni. Too Faced augnskuggarnir eru þeir allra bestu sem ég hef prófað en í öðru sæti hjá mér sitja Makeup Geek augnskuggarnir. Ég hef notað óspart Natural Matte pallettuna mína frá merkinu og vissi því að ég mátti búast við eintómum gæði frá þessari pallettu væri hún eitthvað lík hinum augnskuggunum sem ég átti frá Too Faced.

_MG_6086

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum enda eru litirnir í þessarri pallettu hver öðrum betri! Uppáhalds hjá mér eru litirnir White Peach, Nectar, Just Peachy, Candid Peach, Carmalized og Delectable, en þennan síðasta get ég samt ekki borið fram fyrir mitt litla líf.

_MG_6049

Þar sem vinsældir palletturnar fóru fram úr öllum vonum merkisins vona ég svo innilega að þeir munu halda áfram framleiðslunni á henni þar sem hún er svo gullfalleg! Hún hefur fullkomið jafnvægi á milli mattra, glimmer og sanseraða augnskugga svo allir ættu að geta fundið sýna eigin leið til að nota pallettuna.

_MG_6054

Æðisleg palletta í alla staði sem þar að auki lyktar yndislega! Þá er bara að bíða og sjá hvort að Too Faced svari kallinu frá aðdáendum og setji pallettuna í fasta sölu. Á morgun ætla ég svo að sýna ykkur smá lúkk sem ég gerði með henni um helgina svo þar til þá…

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan í færslunni er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Fullkomin brúðarpalletta
Ég held það sé enginn annar tími á árinu sem er jafn vinsæll fyrir brúðkaup eins og sumartíminn. Ég skil það bara alveg rosalega vel þar sem ...
Sumarið frá OPI er mætt!!!
Ég dýrka sumarið, enda ekki annað hægt þegar það streyma svona mikið af sumarnýjungum í verslanir! Sumarlínan frá OPI er nýkomin í verslanir ...
powered by RelatedPosts