Too Faced Natural Matte: MYNDBAND

Varan er í einkaeigu

IMG_9269

Eins og ég var búin að lofa fyrir núna viku síðan þá ætlaði ég að skrifa umfjöllun og jafnvel gera sýnikennslu með nýju Too Faced Natural Matte augnskuggapallettunni minni. Ég gerði gott betur og sló því saman í eitt myndband. Fyrri helmingurinn af myndbandinu fer í að sýna pallettuna þar sem ég „swatcha“ alla liti og blaðra aðeins um hvað mér finnst en seinni helmingurinn fer í sýnikennslu á þeirri förðun sem þið sjáið á augunum mínum hér fyrir ofan.

IMG_8949

Ég er ótrúlega hrifin af pallettunni og mæli sterklega með henni ef þið getið eignast hana því þetta er svona klassísk palletta sem inniheldur liti sem hægt er að nota í hvaða augnfarðanir sem er.

IMG_8956

Ég svindlaði reyndar pínu því ég átti ekki að fá þessa í hendurnar fyrr en um miðjan nóvember þegar ég á afmæli en ég verð að segja að ég er mjög fegin að hafa fengið hana fyrr því ég veit ég mun nota hana mikið! Mattir litir eru nefnilega alltaf í tísku sjáðu til og þessir bráðna nánast saman því þeir eru svo mjúkir!

IMG_8971

Ef þið hræðist augnskugga með miklu glimmeri í eða augnskugga sem eru mjög glansandi þá ættuð þið klárlega að kíkja á þessa því eins og nafnið gefur til kynna þá finnið þið ekki vott af glansi eða glimmeri hér, einungis hreina matta liti.

Hér fyrir neðan er svo myndbandið fyrir þá sem vilja sjá pallettuna betur og læra hvernig ég náði þessari augnförðun. Munið svo að horfa á myndbandið í HD því þá verður allt svo miklu skýrara :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts