Þurrkubanar

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_9664

Ég veit ekki með ykkur en þessi veðrátta er búin að vera að fara rosalega illa með húðina mína! Það er eins og þetta blessaða veður geti bara ekki ákveðið sig hvort það eigi að vera „hlýtt“ eða undir frostmarki… okkur þurrkupésum til mikillar gleði er það ekki? Húðin mín er búin að vera alveg lurkum lamin undanfarið og mig langaði að sýna ykkur tvær húðvörur frá Clinique sem eru svona nokkurn veginn að bjarga mér frá því að líta út eins og gömul rúsína þessa dagana.

Það fyrsta sem þið takið kannski eftir á myndinni hér fyrir ofan er stóra ljósbleika túpan. Þetta er Moisture Surge Overnight Mask frá Clinique en þessi túpa hefur sko komið mér í gegnum fjölmörg kuldaköst. Ég hef notað þennan maska í nokkur ár en mamma mín keypti einu sinni maskann og ég var alltaf að stelast í túpuna þegar ég var að skrælna í framan (sorrý mamma). Þegar ég flutti að heima fékk ég svo mína eigin túpu og hef verið að nota hana óspart núna í vetur. Maskinn í túpunni er alveg ofboðslega rakagefandi og er ætlaður til að liggja á húðinni yfir nótt. Það er samt ekki eins og þú sért að sofa með þennan týpíska maska sem kemur eflaust upp í kollinn á þér þegar þú hugsar um maska, en þessi er frekar eins og krem. Maskinn smýgur tiltölulega fljótt inn í húðina og sér um að veita henni algjört rakaspark á meðan þú sefur.

Kremið sem er hér á myndinni kallast Moisture Surge Extended Thirst Reliefi og kemur úr sömu línu og maskinn. Krukkan sem ég tók mynd af var stór prufa sem að mágkona mín gaf mér en síðan ég fékk hana hef ég keypt mér fulla stærð af vörunni. Þetta gel krem er nokkuð einstakt þar sem það er svo létt að þú finnur ekki fyrir því en samt vinnur það sína vinnu og veitir húðinni raka nokkuð vel. Vanalega dugir mér að bera þetta á mig á kvöldin eftir sturtu til að halda húðinni í góðu jafnvægi en þegar hún er alveg að skrælna þá nota ég maskann einu sinni til tvisvar í viku.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þessa tvennu eitthvað ef þið eruð alveg að gefast upp á þurri húð en auk þessara vara myndi ég skoða augnkremið frá Gamla Apótekinu sem ég skrifaði um áður. Það er algjör himnasending í kringum augun ef að þið eruð þurr þar :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
powered by RelatedPosts