theBalm

thebalmtheBalm er bandarískt snyrtivörufyrirtæki sem var stofnað árið 2004 af Marissu Shipman og er sagan á bak við merkið svolítið merkileg (allavega að mínu mati). Þegar að Marissa uppgötvaði að hún þurfti einungis nokkrar einfaldar snyrtivörur til að hjálpa henni við að líta og líða sem best datt henni í hug að það hlyti að vera eins fyrir aðrar konur. Hún ákvað því að sökkva sér í heim snyrtivara og keypti sér ellefu bækur um það hvernig ætti að búa til förðunarvörur. Hún byrjaði að fikta í eldhúsinu og búa til sýnar eigin vörur og ákvað síðan að stíga næsta skref. Hún réð til sín efnafræðing, ákvað fjármagnið sem hún ætlaði að eyða í verkið og stofnaði fyrirtækið theBalm. Nú ellefu árum síðar er hægt að nálgast vörur frá theBalm allstaðar í heiminum og það er einmitt tilgangurinn með þessari færslu. Þær eru loksins komnar til Íslands!

Umbúðirnar frá merkinu eru rosalega töff og minna óneitanlega svolítið á Benefit umbúðirnar nema ennþá meira retró. Áður en ég fer að skrifa eitthvað meira finnst mér algjörlega nauðsynlegt að taka fram að allar vörurnar frá theBalm eru lausar við paraben (jess!) og ekki prófaðar á dýrum. Ekki oft sem maður finnur snyrtivöru sem tékkar í báða þá ramma.

Mig langaði að skrifa smá um þær vörur sem eru hvað vinsælastar hjá merkinu í tilefni þess að þær eru loksins komnar til landsins :)

Mary-, Cindy-, og Betty-Lou Manizer – Þetta eru án efa vinsælustu vörurnar frá theBalm og þær sem mig langar persónulega hvað mest að kaupa mér! Mary-Lou Manizer er búinn að stimpla sig inn í förðunarheiminn sem einn vinsælasti highlighterinn í dag, enda seldist hann upp hér á landi um leið og hann kom. Cindy-Lou Manizer er einnig highlighter en hann er meira bleiktóna en Mary-Lou. Það gæti t.d. verið flott að nota þennan sem ljómandi kinnalit. Betty-Lou Manizer er meira í áttina að sólarpúðri en highlighter en hann gefur húðinni einnig ljóma sem mér finnst alltaf koma vel út í sólarpúðrum svo lengi sem það er ekki glimmer.

hotmama_productshot_new

Hot Mama – Ljómandi kinnalitur sem er einnig hægt að nota sem augnskugga. Þessum hefur oft verið líkt við hinn sívinsæla Orgasm kinnalit frá NARS.

nudedude_productshot

Nude Dude – Augnskuggapalletta með 12 gullfallegum hversdagslitum. Pallettan inniheldur bæði matta og glansandi augnskugga þannig að það er í rauninni hægt að gera hvað sem er með henni. Þar að auki er hægt að bleyta förðunarburstann og nota augnskuggana sem eyelinera. Halló hversu næs!

applepalette_productshot_1_1

How ‘Bout Them Apples – Þessi palletta er ekkert annað en klikkuð! Pallettan inniheldur 6 kremliti sem má nota bæði á varirnar og kinnarnar. Þú færð því 6 varaliti og 6 kinnaliti í einni pallettu sem mér finnst frábært! Ég elska þegar að snyrtivörufyrirtæki koma með vöru á markaðinn þar sem hægt er að gera fleira en einn hlut með henni, þá fær maður svo miklu meira fyrir peninginn.

meet_matte_nude

Meet Matt(e) NudeAugnskuggapalletta sem inniheldur 9 matta liti eins og kannski nafnið á pallettunni gefur til kynna. Ég held að þessir myndu henta virkilega vel í skyggingar þar sem mér persónulega finnst alltaf koma betur út þegar að mattir litir eru notaðir í skyggingar á augun frekar en sanseraðir litir. Svo er auðvitað líka hægt að nota þá í annað en skyggingar en fyrir mér er þetta fullkomin “augnskugga-skyggingar-palletta” ef það er orð.

Þetta eru bara nokkrar af vinsælustu vörunum frá theBalm en ef ég myndi nefna þær allar þá yrði þetta alltof löng færsla! Vörurnar fást nú allar hér heima og er hægt að panta þessar vörur sem ég nefni hér fyrir ofan og fleiri hjá vefversluninni Line Up.

Því miður hef ég ekki prófað þessar vörur svo ég get lítið sagt til um gæði þeirra, annað en það sem ég hef lesið mér til um á netinu sem er flest allt jákvætt. Ég væri að sjálfsögðu til í að vera búin að prófa þær allar svo ég gæti sagt ykkur betur frá þeim en ég verð samt að segja að ég er mjög sátt við þessa viðbót á snyrtivörumarkaðinn hér heima sem er sífellt að stækka og er alltaf gaman þegar ný merki bætast við hópinn, sérstaklega ef það er Mary-Lou Manizer ;)

Fylgja:
Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts