Tax Free kaup: Nýtt þurrsjampó!

Vörurnar eru í einkaeigu

_mg_2481-2

Ég skrapp á Tax Free daga um síðustu helgi og fór heim með nokkra hluti í poka… að sjálfsögðu. Ég er lengi búin að vera að leita að hinu fullkomna þurrsjampói sem hentar minni hárgerð en öll þau sem ég hef prófað hingað til hafa alls ekki hentað mér. Ég er til dæmis búin að gefa Batiste svo mörg tækifæri að ég er löngu hætt að telja en mig klæjar alltaf svo brjálæðislega mikið í hársvörðinn af því. Ég var því forvitin þegar ég sá að L’Oréal var að setja nýtt þurrsjampó í sölu hérna heima en það er úr Extraordinary Clay línunni og heitir Dry Shampoo Clay-In-Sprey. Speyið inniheldur sem sagt leir sem á að vera góður fyrir hárið en það lyktar líka rosalega vel. Ég prufaði spreyið í dag og lýst bara mjög vel á það við fyrstu kynni!

Ég byrjaði á því að hrista brúsann vel, spreyjaði sjampóinu svo í hárrótina og létt yfir hárið, lét það sitja á hárinu í sirka tvær til fimm mínútur og greiddi svo í yfir það. Speyið létti alveg á hárinu svo það virtist vera töluvert minna feitt en það var en stóri plúsinn var samt sá að mig klæjaði ekki neitt undan því og það var ekkert svona hvítt duft eftir í hárinu sem vill svo oft verða með þurrsjampó. Ég hlakka allavega til að prófa spreyið aðeins meira og uppfæra ykkur um hvort ég held áfram að fíla það jafn vel og ég gerði í dag!

Annars keypti ég líka rosalega spennandi ljómadropa frá Gosh sem ég hlakka til að prófa betur og sýna ykkur í sér færslu þegar ég er búin að því :)

Þar til næst❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
powered by RelatedPosts