– Svampagleði –

untitled-3

Munið þið ekki alveg örugglega eftir þessari færslu HÉR? Nú eru tvær af nýju svampategundunum þremur loksins mættar í verslanir hér heima og mig langaði að sýna ykkur þær aðeins betur í stuttri færslu hér í dag.

untitled-4

Bleiki Miracle Sculpting svampurinn var töluvert minni en ég hafði búist við en þegar ég sá hann fyrst kom það mér smá á óvart. Ekki samt láta litlu stærðina trufla ykkur því um leið og þið bleytið hann með vatni þá stækkar hann töluvert og nær „eðlilegri“ stærð. Bleika svampinn á að nota til að móta andlitið ekki ósvipað og maður notar bleiku burstana frá RT.

untitled-7

untitled-6

Mér var bent á það þegar ég fékk svampinn í hendurnar að fara varlega með hann því hann getur verið svolítið viðkvæmur þar sem hann er hvar mjóstur í miðjunni. Ég yfirfæri því þetta ráð til ykkar þar sem ég hef líka fundið fyrir þessu. Það kom því í veg fyrir það að ég dældi svampinn við fyrsta þvott því ég vissi af þessu litla atriði svo vonandi kemur það í veg fyrir það hjá ykkur líka :) Þið getið séð betur hvernig maður á að nota þennan í færslunni sem ég vísaði í hér fyrir ofan.

untitled-5

Fjólubláu svamparnir sem heita Miracle Mini Erasers koma tveir í pakka og eru minni útgáfan af upprunalega Miracle Complexion svampinum með pínu tvisti. Toppurinn á svampinum er nefnilega afskorinn svo hann myndar litla brún efst. Þetta gerir svampinn meðal annars fullkominn til að setja púður undir augun því hann smellpassar fyrir neðan neðri augnháralínuna einmitt útaf því.

untitled-8

untitled-9

Svampurinn til hægri er blautur

Fjólublái svampurinn er líka ætlaður fyrir augnsvæðið eins og fjólublái liturinn vísar til en hann má líka nota til að fínpússa förðunina, fela ýmis lýti á andlitinu og fleira sniðugt. Þið getið einnig séð betur hvernig þið getið notað þennan í færslunni sem ég vísaði á hér fyrir ofan.

untitled-1

Real Techniques nýjungar eru alltaf í svo miklu uppáhaldi hjá mér og þeir eru heldur betur búnir að vera duglegir við að bæta við nýjum vörum í línuna sína það sem af er árinu. Vonandi heldur það bara áfram!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts