Sumarkrem

Vörurnar eru í einkaeigu

sumarkrem_1Þó að það sé ekki beint komið alvöru 2012 sumar hjá okkur hérna á þessu blessaða landi þá langaði mig samt að sýna ykkur þrjú uppáhaldskremin mín sem eru fullkomin fyrir sumarið. Þessi þrjú henta einstaklega vel fyrir heita sólardaga þannig að ef þið eruð að fara í ferðalag í sól þá myndi ég klárlega tékka á þessum.

sumarkrem_2

Fyrsta kremið sem mig langaði að segja ykkur frá er alveg töluvert dýrara heldur en hin tvö og er þetta fyrsta og eina dýra kremið sem ég hef átt. Kremið kemur frá Clarins og heitir Daily Energizer Cream-Gel. Kremið fékk ég í afmælisgjöf einu sinni og hef dýrkað það alveg síðan. Þetta er dagkrem og er stútfullt af c-vítamínum og frískar það heldur betur upp á húðina þegar þú setur það á andlitið. Kremið lyktar af sítrusávöxtum og er alveg virkilega hressandi að skella því framan í sig þegar maður vaknar grútmyglaður klukkan sjö á morgnana. Ástæðan fyrir að þetta krem er hér á listanum er vegna þess að það er einstaklega létt og hentar því fullkomlega undir farða sem að inniheldur sólarvörn. Það er alltaf mjög mikilvægt að nota sólarvörn á sumrin til að verja húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar og því skal ekki nota kremið eitt og sér heldur með einhverjum farða sem inniheldur vörnina. Kremið gefur góðan raka og er mjög drjúgt sem mér finnst vera mikilvægur þáttur fyrir vöru sem að kostar meira en aðrar í sama flokki.

sumarkrem_4

Garnier Nordic Moisture Match kremið er töluvert ódýrara heldur en kremið frá Clarins. Mig minnir að það kostar eitthvað í kringum 1500 krónur út í búð. Kremið er frekar létt og inniheldur það sólarvörn númer 20 sem hentar fullkomlega til að nota undir farða sem inniheldur enga sólarvörn eða bara eitt og sér. Kremið er hugsað fyrir þreytta og viðkvæma húð og á að gefa henni frísklegan bjarma. Mér persónulega finnst kremið ekkert birta yfir húðinni minni, kannski er ég bara með svona gráleita húð, en ég nota það mjög oft til að gefa húðinni minni raka áður en ég ber á mig meik. Kremið smýgur fljótt inn í húðina svo það er mjög hentugt til að hafa í handtöskunni og bera á húðina þegar hún þarfnast raka ef þú ert úti í sólinni.

Þriðja kremið kemur frá Maybelline og ég held að flestir kannist nú ágætlega við það. Kremið er BB krem sem þýðir að það inniheldur lit ásamt því að innihalda nærandi efni fyrir húðina. Það er þó misjafnt eftir merki hvaða efni BB kremin innihalda. BB krem eru léttari en meik en þyngri en lituð dagkrem svo þau eru eiginlega svona mitt á milli. Þetta BB krem frá Maybelline hef ég notað í nokkur ár og gríp ég alltaf í það annaðslagið. Það jafnar húðlitinn ásamt því að veita andlitinu sólarvörn upp á 30. Kremið er frekar létt miðað við önnur BB krem sem ég hef prófað svo það hentar einstaklega vel fyrir sólardaga ef þið viljið gefa andlitinu smá lit en ekki fórna sólarvörninni.

Þetta voru mín topp þrjú sumarkrem. Hver eru ykkar?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
KKW Beauty Contour Dupe!!
Þær sitja ekki auðum höndum Kardashian systurnar en nýlega stofnaði Kim Kardashian sitt eigið snyrtivörumerki líkt og systir hennar Kylie og ...
powered by RelatedPosts