Sumarilmir D&G

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_6561

Í færslu dagsins langaði mér að sýna ykkur betur tvo sumarilmi frá Dolce & Gabbana. Sumarilmirnir eru nýjasta útgáfan af hinum árlegu Light Blue ilmum og er bæði karl- og kvennilmur í línunni. Í þetta sinn eru ilmirnir innblásnir af ítölsku eyjunni Capri og eins og alltaf koma þeir í takmörkuðu magni í búðir þar sem þeir eru jú sumarilmir :)

_MG_6714

Light Blue kvennilmurinn kom fyrst á markað árið 2001 en karlilmurinn kom ekki á markað fyrr en árið 2007. Umbúðirnar í ár eru sérstaklega stílhreinar og töff en kassarnir utan á umbúðunum sýna parta af eyjunni fallegu. Blái liturinn á glösunum er svo innblásinn af lit Grotta Azzurra vatnsins sem staðsett er á eyjunni en glösin eru þar að auki létthrímuð svo þau ná að fanga eiginlega vatnsins vel.

_MG_6611

Kvennilmurinn heitir Love in Capri og er innblásinn sumarloftinu á eyjunni Capri. Ilmurinn opnar með ferskri lykt af sítrónum og mandarínum sem eiga að fanga sólarlitina og lyktina sem er í loftinu á sumrin. Í hjarta ilmsins er svo lykt af hvítum blómum geitatopps (honeysuckle) en ilmurinn er svo byggður á musk og sedrus grunni. Allt þetta á að tengja saman þær lyktir sem finna má á eyjunni yfir sumartímann þegar blómin eru útsprungin og sólin skín sem skærast.

_MG_6609

Lyktin af þessum ilm er að mínu mati alls ekki þessi týpíska sumarlykt þar sem að viðarnóturnar í ilminum eru frekar sterkar og gera það að verkum að sítruslyktin er ekki jafn áberandi. Ef þið elskið musk lyktir sem eru á sama tíma frekar frísklegar þá er þessi ilmur klárlega fyrir ykkur! Hér getið þið séð styrkleika topp-, hjarta-, og grunnnótna ilmsins.

Screen Shot 2016-05-29 at 14.12.41

Screen Shot 2016-05-29 at 14.13.55

Screen Shot 2016-05-29 at 14.15.59

 

_MG_6665-2

Rakspírinn kallast Beauty of Capri og á að fanga fegurð og náttúru Capri eyjunnar. Ilmurinn opnar með ferskum nótum af sítrusolíu sem fengin er frá berki Citrad sem vex villtur á eyjunni. Ilmurinn er síðan tengdur saman með nótum af bitri appelsínu og sikileyskri bergamot. Í hjarta ilmsins er svo að finna blóm appelsínutrésins og í grunninn er ilmurinn byggður á sedrus- og vetivernótum.

Þessi ilmur er alveg klikkaður að mínu mati! Hann er roslega léttur svo ef þið eigið menn sem fá hausverk af sterkri rakspíralykt þá er þetta ilmur sem ætti að heilla þá upp úr skónum. Ilmurinn er bæði ferskur og muskaður svo hann nær að vera sumarlegur og seiðandi á sama tíma. Hér sjáið þið svo styrkleika topp-, hjarta- og grunnnótna ilmsins.

Screen Shot 2016-05-29 at 14.42.36

Screen Shot 2016-05-29 at 14.44.33

Screen Shot 2016-05-29 at 14.46.05

_MG_6728

Það er ekki oft sem mér finnst kvenn- og karlilmir í línu harmónera vel saman en þessir gera það svo sannarlega þar sem þeir byggja á svipuðum nótum. Þeir ná þrátt fyrir það að vera kvenn- og karlmannlegir og eru svo sannarlega seiðandi sumar í ilmvatnsglösum :)

P.S. Takið endilega þátt í gjafaleiknum HÉR sem er í gangi hjá mér á síðunni þar sem ég ætla að gefa tveimur einstaklingum lökk úr nýju sumarlínunni frá OPI.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Fullkomin brúðarpalletta
Ég held það sé enginn annar tími á árinu sem er jafn vinsæll fyrir brúðkaup eins og sumartíminn. Ég skil það bara alveg rosalega vel þar sem ...
powered by RelatedPosts