4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Stutt hár a la Noora

Rétt upp hönd sem er búin/n að vera að horfa á SKAM! Ég er búin að liggja yfir þessum þáttum og finnst alltaf eins og ég sé pínu að endurupplifa unglingsárin mín í gegnum þá. Ef þið eruð ekki búin að horfa á þá… hvað eruð þið að pæla!? Drífið í þessu, þið munuð ekki sjá eftir því :)

Josefine Frida Pettersen er hæfileikaríka leikonan sem leikur Nooru í þættinum og ég sver ég er gjörsamlega ástafangin af fatastíl persónunnar og ekki síður hárinu! Alltaf þegar ég sé hana langar mig bara að lita mig ljóshærða og klippa mig stutt. Hver veit hvort ég geri það bara, á maður ekki að vera duglegur að breyta til svona á sínum yngri árum? Hér eru allavega nokkrar inspó myndir af stuttum og ljósum klippingum sem ég hef pinnað frá því ég byrjaði að horfa á SKAM.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!
Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og ...
Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!
Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L'Or...
powered by RelatedPosts