4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Splunkunýr maskari frá Maybelline

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_2483

Mig langaði að sýna ykkur betur nýja maskarann frá Maybelline sem var að koma á markað en svo skemmtilega vill til að þið getið einmitt unnið eintak af honum ásamt öðrum vörum í afmælisgjafaleik Belle.is! Honum fer nú alveg að ljúka svo það er um að gera að hafa hraðar hendur til að geta haft tækifæri á að eignast þennan ykkur að kostnaðarlausu.

IMG_2487

Það er svolítið síðan þessi maskari kom á markað í Bandaríkjunum svo það er ekki ólíklegt að þið hafið séð hann áður og jafnvel prófað en núna er maskarinn loksins kominn á markað hér heima. Það fyrsta sem ég verð að nefna eru umbúðirnar en mér finnst þær svo brjálæðislega fallegar! Ég veit að tæknilega séð skipta umbúðirnar engu máli en það skemmir svo sannarlega ekki fyrir ef að hluturinn sem mun sitja sem fastast á snyrtiborðinu lítur vel út :)

IMG_2497

Maskarinn hefur gúmmígreiðu eins og þið sjáið á þessari mynd en það sem einkennir hana fram yfir aðra maskara sem ég á með greiður er að það er svolítið langt á milli broddana á þessari. Vegna þessa getur verið auðvelt að klessa saman augnhárin sérstaklega fyrst um sinn þegar að maskarinn er nýr og mikil vara kemur á greiðuna í hvert skipti sem þið togið hana úr túpunni. Mér finnst þó eins og þetta lagist eftir því sem ég nota maskarann meira því þá er ég bæði búin að læra betur á hann og varan í túpunni hefur minnkað svo það kemur ekki jafn mikið af henni á greiðuna.

_MG_2676

Hér getið þið svo séð hvernig maskarinn lítur út á augnhárunum mínum. Ég bretti ekki upp á þau svo þið getið séð hvað maskarinn lyftir þeim svakalega mikið upp! Hann eignar sér því alveg nafn sitt með réttu en þetta er svo sannarlega „Push up“ maskari. Hann lengir líka augnhárin mín ágætlega en ég myndi segja að áherslan hjá þessum maskara sé lenging og lyfting en ekki þykking augnháranna. Það sem betra er að mér fannst hann halda þessari lyftingu og lengingu allan daginn. Þegar ég tók þessa mynd var ég búin að vera með maskarann á mér í einhverja 4 tíma og hann lítur alveg eins út og hann gerði þegar ég setti hann á mig fyrst.

Formúlan í maskaranum er frekar blaut og því myndi ég fara varlega í ásetningu svo þið smitið hann ekki upp á augnlokið þegar þið blikkið og maskarinn er ekki þornaður. Ég myndi líka úða Fix+ eða hvaða setting spreyi sem þið notið áður en þið setjið á ykkur maskarann til að vera alveg viss um að hann smitist ekki á augnlokið. Ég passa mig reyndar á þessu með hvaða maskara sem er svo þetta á ekki sérstaklega við um þennan, bara gott ráð sem mig langaði að deila með ykkur ;)

IMG_2487

Allt í allt rosalega flottur maskari sem vert er að kíkja á ef ykkur vantar nýjan. Hafið bara í huga að gefast ekki upp á honum strax þó að mikil vara sé fyrst um sinn í greiðunni, það jafnar sig eftir því sem þig notið maskarann meira :)

Hér sjáið þið svo styrkleikaskalann fyrir vöruna:

Untitled

P.S. Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna þennan flotta maskara ásamt fleiri glæsilegum vörum. Nú fer hver að verða síðastur! ❤️

risa_afmælisleikur

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

4 Comments

 1. Avatar
  Jóhanna Höskuldsdóttir
  23/03/2016 / 10:15

  Já takk, væri til í að prófa þennan flotta maskara ;)

 2. Avatar
  Laufey Rose
  27/03/2016 / 12:30

  Já takk!! Langar svo að prófa nýja maskarann.

 3. Avatar
  Þóra Kristín Sigurðardóttir
  28/03/2016 / 16:36

  Já takk ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
powered by RelatedPosts