Sólkysst húð með nýjungum frá L’Oréal

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_8199

Mér finnst ég búin að vera aðeins minna dugleg að sýna ykkur nýjungar á snyrtivörumarkaðnum hérlendis undanfarið en ég búin að vera á svo miklu „myndbandakick-i“ upp á síðkastið að hitt hefur svolítið setið á hakanum hjá mér. Ég ætla samt að hrista af mér slorið og byrja á því að sýna ykkur þessa nýjung frá L’Oréal sem kom í verslanir hér á landi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjungin er frekar girnileg á að lítast en ég heillast alltaf svo svakalega mikið af snyrtivörum sem lúkka jafn spennandi og þessi.

_MG_8290

Glam Bronze púðrin sem þið sjáið hér á myndunum koma í tveimur litum, 01 og 02. Bæði púðrin samanstanda af fjórum litum sem eiga að hjálpa til við að móta andlitið og gefa því heilbrigðan og sólkysstan ljóma. Púðrin eru rosalega handhæg en ég hef mest notað Duo Fiber Contour burstana frá Real Techniques í púðrin þar sem hver og einn litur er ekkert sérstaklega stór svo það er best að nota tiltölulega litla bursta í þá.

_MG_8219

Ljósa púðrið í litnum 01 hentar einstaklega vel þeim sem eru með mjög ljósa til milliljósa húð og inniheldur einn flottan skyggingarlit, eitt sólarpúður, einn kinnalit og eitt ljómapúður.

_MG_8243

Liturinn sem þið sjáið í miðjunni á hverju púðri er sá sami og sólarpúðursliturinn sem hentar rosalega vel þar sem maður notar miklu meira af honum í hvert skipti heldur en af hinum litunum.

_MG_8295

Hér sjáið þið svo hvern og einn lit aftan á handarbakinu mínu. Ég reyndi að nudda litina svolítið inn í húðina svo þið gætuð séð hvernig þeir myndu blandast en að mínu mati stóðu þeir sig alveg ágætlega í því :) Allir litirnir í púðrinu fyrir utan ljómalitinn eru tiltölulega litsterkir en ljómapúðrið hentar meira þeim sem vilja mjög léttan og náttúrulegan ljóma á kinnbeinin en ekki þennan fræga diskókúlubjarma.

_MG_8230

Dekkra púðrið í litnum 02 hentar einstaklega vel þeim sem eru með millidökka til dökka húð og inniheldur eins og ljósa púðrið einn flottan skyggingarlit, eitt sólarpúður, einn kinnalit og eitt ljómapúður.

_MG_8247

Ljómapúðrið í þessum lit finnst mér þó vera meiri kinnalitur en ljómapúður þar sem hann er mjög appelsínugulur. Það er samt rosalega fallegt að blanda þessum appelsínugula lit saman við bleika kinnalitinn til að gefa fallegan kórallitaðan ljóma á kinnarnar.

_MG_8316

Hér sjáið þið svo dökka púðrið á handarbakinu mínu. Eins og með hitt púðrið nuddaði ég litunum inn í húðina og þeir stóðu sig með eindæmum vel þegar kom að blöndun. Mér fannst meira að segja kinnaliturinn í þessari pallettu standa sig betur en sá sem var í hinni. Skyggingarpúðrin og sólarpúðrin úr sitthvorri pallettunni virka rosa svipuð á þessum myndum og það er af því að þau eru það í rauninni. 02 pallettan er þó töluvert hlýrri svo púðrin í  henni eru með gulari/appelsínugulari undirtón þegar þau snerta húðina.

_MG_8575

Hér notaði ég svo bæði púðrin á andlitið. Ég notaði skyggingaritinn úr ljósu pallettunni til að „bronsa“ andlitið og gefa því smá hlýju. Næst tók ég bleika kinnalitinn úr ljósu pallettunni og setti smá af honum á kinnarnar ásamt appelsínugula ljómalitnum úr dökku pallettunni. Til að toppa lúkkið setti ég ljómapúðrið úr ljósu pallettunni efst á kinnbeinin. 

Screen Shot 2016-06-21 at 17.48.20

Eftir að hafa prófað þessi púður núna í nokkra daga myndi ég segja að þau henta fullkomlega í öll ferðalög í sumar þar sem þau eru svo handhæg. Stærðin á hverjum og einum lit í púðrunum er lítil svo þau passa vel í snyrtibudduna og þá sleppur maður við að pakka öllu snyrtisafninu niður fyrir frí því maður nennir nú sjaldnast að dröslast með fjögur púður með sér þegar maður getur bara tekið eitt. Púðrin gefa léttan lit sem auðvelt er að byggja upp og blanda á húðinni. Púðrin hentar líka ungum stelpum sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun þar sem maður fær mikið fyrir peninginn sinn. Virkilega flott púður sem ég er ánægð með að eiga í safninu mínu :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
powered by RelatedPosts