Soft Cut Crease

image12Mig langaði að sýna ykkur mjög einfalda förðun sem ég gerði um daginn þegar ég var á leiðinni út úr húsi. Ég er með svo margar hugmyndir að förðunum sem mig langar að sýna ykkur að ég þarf eiginlega að fara að skrifa þær allar niður á blað svo ég hreinlega gleymi þeim ekki. Mig þyrstir alveg í að fara að taka upp nýtt myndband enda alltof langt síðan síðast en tímaáætlunin mín er ekki alveg búin að leyfa það. Fyrsta mál á dagskrá er að klára forritunina á nýju síðunni og svo get ég farið að huga að öðru (smá svona reminder fyrir sjálfa mig!).

En að lúkkinu. Ég var að fara út um miðjan dag svo ég ákvað að gera hálfa cut crease förðun þar sem að harðasta skyggingin endar fyrir miðju augnloksins. Þess vegna kýs ég að kalla þetta soft cut crease. Fyrir þá sem ekki vita hvað cut crease er þá er það heiti á augnförðun þar sem mjög skörp skygging er í glóbuslínunni. Þið getið séð dramatískustu dæmin af cut crease hjá dragdrottningum til að fá smá hugmynd af því um hvað ég er að tala :)

image41

Hér eru vörurnar sem ég notaði til að ná þessu lúkki:

Andlit:

Maybelline Dream Wonder Nude – 10 Ivory

Elf Under Eye Conceal & Highlight – Fair/Glow

Laura Mercier – Translucent Setting Powder

elf Ambient Lighting Palette

elf Blush Palette – Light

Colour Pop Highlighter – Fanny Pack og Lunch Money

MAC Fix+

Augu:

MAC Paint Pot – Painterly

Too Faced augnskuggi – Heaven

elf augnskuggapalletta – Mad for Matte

elf augnskuggapalletta – Party Ready

Maybelline Lash Sensational maskari – Svartur

Benecos Natural Kajal – White

Augabrúnir:

Lavera Eyebrow Styling Gel – Hazel Blond

Varir:

Colour Pop Lippie Stix – Baewatch og Mosh Pit

image7

Til að lýsa smá hvernig ég næ augnförðuninni þá byrja ég á því að grunna augnlokið með Paint Pot-inu frá MAC og set svo augnskuggann með Heaven litnum frá Too Faced. Næst tek ég stóran bursta og nota matta ferskjulitinn úr Party Ready pallettunni og tylli honum í glóbuslínuna og blanda vel út. Næst tek ég Mad for Matte pallettuna og nota ljósbrúna litinn. Með aðeins mjórri bursta (eins og MAC 217) tek ég ljósbrúna litinn og tylli burstanum í glóbuslínuna yst á aunglokinu. Núna skal passa sig að fara ekki með litinn yfir glóbuslínuna heldur halda sig í henni og fyrir neðan hana. Litinn blanda ég svo vel út en dreg hann ekki lengra en á mitt augnlokið. Að lokum tek ég dökkbrúnan lit á flat definer bursta og set litinn í v-lag alveg yst á augnlokið. Með hreinum pencil bursta blanda ég síðan úr litnum. Til að ýkja aðeins hvíta litinn á augnlokinu ber ég Heaven aftur yfir augnlokið að skyggingunni en alls ekki yfir hana. Með sama dökkbrúna litnum og sama bursta dreg ég hálfan væng frá miðju augnlokinu. Þetta lengir aðeins lögunina á auganu án þess að línan sé jafn hröð og skörp eins og hún væri hefði ég notað blautan eyeliner.

image6

Það sem ég gerði við restina af andlitinu mínu var frekar mikil rútína svo ég nenni eiginlega ekki að þylja hana upp. Ég prófaði samt í fyrsta skipti Fanny Pack highlighterinn minn frá Colour Pop og váááá hvað mig sveið undan honum fyrst þegar ég lét hann á. Ég fékk engin útbrot af honum eða neitt svoleiðis og ég hef aldrei upplifað þetta frá öðrum highlighter frá þeim eða yfir höfuð annari vöru frá Colour Pop svo þetta var mjög skrítið. Kannski var ég bara eitthvað viðkvæm í húðinni þennan dag. Ég gef honum allavega annan séns því hann er svo sjúklega fallegur og læt ykkur vita ef að ég upplifi það sama. Ef ég skrifa ekkert um það samt þá getið þið dregið þá ályktun að þetta hafi bara verið einhver vitleysa og það sé allt í lagi með vöruna :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts