4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Smokey förðun með bláum liner

Þessi augnförðun er eiginlega mitt á milli veturs og vors finnst ykkur það ekki? Dökkir purpurulitaðir augnskuggar á auglokinu sem passa vel við vetrarfílinginn og fallega túrkisblár í innri augnkróknum sem minnir á vorið. Þessa augnförðun gerði ég vikuna sem að veðrið virtist aldrei ætla að ákveða sig hvort að veturinn væri búinn eða ekki svo það var innblásturinn minn.

Mig langaði að fara skref fyrir skref yfir það sem ég gerði til að ná þessari augnförðun svo ég útbjó smá leiðbeiningar.

smokey me? liner

1. Byrjið á því að grunna augnlokið með einhverskonar augnskuggaprimer. Ég notaði Essential Eyelid Primer i litnum Sheer frá elf. Þegar þið eruð komin með góðan grunn á augnlokið takið þá blöndunarbursta, ég er að nota MAC 217, og berið rauðfjólubláan lit yfir allt augnlokið. Augnskugginn sem ég er að nota heitir Pink Sapphire og er frá Anastasia en ég er nokkuð viss um að hann er hættur að fást en ef þið googlið litinn þá ættuð þið eflaust að geta fundið einhvern svipaðan.

2. Næst tek ég sama bursta og ég var með áðan og ber svartan lit í innri augnkrókinn og yst á augnlokið svo að miðji hlutinn af augnlokinu verður bjartastur. Ég notaði svarta litinn úr Naked 2 pallettunni sem kallast Blackout en hvaða svarti augnskuggi sem er gerir sama gagn ef hann er virkilega svartur. Passið ykkur að blanda litina vel saman hér svo engin leiðinleg skil sjáist.

3. Næst tek ég flatan bursta og sá sem ég er að nota hér kemur frá Body Shop. Ég spreyja smá Fix+ spreyi frá MAC á aðra hlið burstans og tek svo upp Pink Sapphire litinn aftur með vota burstanum. Fix+ leysir upp litinn og verður hann því mun ýktari og pigmentaðri. Ég ber litinn aftur á mitt augnlokið til að skerpa á því að sá hluti á að vera bjartastur. Síðan tek ég sama blöndunarbursta og áðan og blanda brúnunum á augnskuggunum saman. Hér væri líka hægt að bæta við aðeins meira af svarta litnum ef þið viljið fá ýktari skyggingu og þá jafnvel draga hann aðeins í globus línuna líka

4. Til að toppa förðunina ber ég smá af Pink Sapphire meðfram neðri augnhárunum og „smoke-a“ hann með því að nudda vel með blöndunarburstanum. Síðan tek ég sama flata bursta og ég var með áðan en nota hina hliðina af honum. Ég spreyja smá Fix+ á þá hlið og dýfi honum ofan í túrkis bláa augnskuggann minn. Augnskugginn sem ég notaði var Infallible frá L’Oréal í litnum 337 Endless Sea. Augnskugginn er í duftformi svo hann verður virkilega ýktur þegar notað er Fix+. Litinn ber ég í innri augkrókinn minn og dreg hann í línu meðfram neðri augnhárunum mínum og aðeins upp á augnlokið mitt. Ég held að þessi litur sé líka hættur að fást en það gæti verið að hann leynist í einhverjum búðum, ég er bara ekki viss um það. Túrkisblái Color Tattoo gel augnskugginn frá Maybelline gæti verið flottur staðgengill ef þið eigið hann í skúffunni.

1-7-of-9

Og þar hafið þið það! Ég vona að þessi lýsing hafi verið skiljanleg hjá mér því þessi augnförðun er alls ekki flókin. Ég er líka ánægð með hvernig blái augskugginn kemur út í innri augnkróknum. Hann gerir förðunina pínu spes og ég er að fíla’ða ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
powered by RelatedPosts