4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Smashbox Driver’s Seat

Vöruna fékk ég að gjöf

IMG_4367

Ég er nýlega búin að prófa nýju Always On fljótandi varalitina frá Smashbox og langaði að sýna ykkur betur litinn sem ég á af varalitnum en hann heitir Driver’s Seat. Fyrir þá sem ekki vita þá eru fljótandi varalitir í eðli sínu eins og varalitir sem koma í fljótandi formi í einskonar glossumbúðum og flestir þeirra þorna mattir á vörunum. Always On fljótandi varalitirnir hafa verið mjög vinsælir á Youtube undanfarið og eftir að hafa prófað formúluna sjálf þá skil ég hvers vegna! Varaliturinn er alveg svakalega endingargóður, virkilega litsterkur, þornar alveg mattur, þurrkar ekki upp varirnar og molnar ekki af. Hann hefur sem sagt alla þá eiginleika sem að góður fljótandi varalitur á að hafa!

IMG_4368

Hér getið þið séð svampa „applicator-inn“ en hann er bæði hallandi og svo er gat í miðjunni á honum til að geyma meiri vöru svo maður þurfi ekki alltaf að vera stinga svampnum aftur ofan í túpuna til að ná í meira. Svampurinn er líka rúnaður að ofan svo það er auðvelt að draga varalitinn í mjúkar línur meðfram vörunum þannig að þær verði ekki of skarpar. Bæði svampurinn og formúlan í varalitnum gerir þetta eiginlega að hinum fullkomna fljótandi varalit. Ég ætla meira að segja að gerast svo gróf og segja að þetta sé besti fljótandi varaliturinn sem ég hef prófað hingað til!

IMG_4369

Hér sjáið þið svo litinn á vörunum mínum og þið getið vel séð bæði hversu flottur liturinn er og hversu flott áferðin á honum er. Ef þið hafið aldrei prófað fljótandi varalit áður eða þið eruð ennþá að leita af hinni fullkomnu formúlu þá mæli ég klárlega með því að þið kíkjið á Always On frá Smashbox!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Ég elska þessa!
Það er ekki oft sem ég finn varavöru sem fer ekki af vörunum mínum vikunum saman - enda er ég dugleg að breyta til! Það gerðist þó þegar ég p...
Varaliturinn fyrir sumarfríið!
Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa... allavega svona miðað við vanale...
powered by RelatedPosts