Skotin í Essie!

Sumar vörur í færslunni fékk ég að gjöf, aðrar eru í einkaeigu.

Góðan sunnudag elsku lesendur! Mikið er ég til í þennan sunnudag eitthvað þar sem mér sýnist sólin skína alveg ágætlega þessa stundina. Ég fór beinustu leið í tölvuna að skrifa þessa færslu þannig ég veit ekki alveg hvort það sé svona líka fínt gluggaveður úti eða hvort að sólinni fylgi einhver hiti. Ég vona að seinni valmöguleikinn sé réttur :)

Fyrst að sólin skín langaði mig að sýna ykkur fjóra af mínum uppáhalds Essie sumarlitum! Hvernig líst ykkur á það? ;) Það er eitthvað svo fallegt við það að geta skartað fallegu lakki á nöglunum á sólríkum sumardögum og þegar sagt er að lakkið fullkomni lúkkið þá get ég ekki annað en verið því hjartanlega sammála.

Mínir uppáhalds sumarlitir frá botni til topps eru Tea & Crumpets, Sunday Funday, Sand Tropez og Bikini So Teeny. Það er aldrei leiðinlegt að skarta fallegum sanseruðum lit á nöglunum og því finnst mér Tea & Crumpets svona líka hrikalega fallegur sumarlitur. Sunday Funday hefur síðan lengi verið einn af mínum uppáhalds en hann inniheldur örfínar glimmeragnir alveg eins og Bikini So Teeny (sem þarf vart að kynna) sem gefa honum sama skemmtilega heildarlúkk. Sand Tropez er síðan uppáhalds nude lakkið mitt en það hentar mínum húðlit einstaklega vel þar sem það er ekki of líkt honum.

Á sumrin gleymi ég svo að sjálfsögðu ekki Quick-E dropunum mínum en þessir litlu undradropar fá lakkið til að þorna á innan við tveimur mínútum sem er auðvitað algjör snilld um sumarið þegar maður er mikið á ferðinni.

Þar hafið þið það! Þetta eru mínir uppáhalds Essie sumarlitir þetta sumarið. Hverir eru ykkar? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Sumar vörur í færslunni fékk ég að gjöf, aðrar eru í einkaeigu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
Bless 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég haf...
powered by RelatedPosts