Sir John er á leiðinni til landsins!

Snillingurinn og förðunafræðingurinn Sir John er á leiðinni til landsins að halda masterclass námskeið! Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um Sir John áður þá er hann förðunarfræðingur margra þekktustu stjarna í heiminum í dag og má þar helst nefna sjálfa Beyoncé!

Mig langaði að kynna ykkur aðeins fyrir manninum í tilefni námskeiðsins en hann kýs að horfa á sjálfan sig sem listamann sem ég er svo sannarlega sammála. Á fyrstu skólaárum sínum einbeitti Sir John sér nefnilega að listsköpun þar sem hann lærði um liti, skyggingar og mismunandi burstatækni sem á endanum leiddi hann að förðun. Hann starfaði fyrst um sinn við MAC borðið í Bloomingdales þar til hann fékk tækifæri til að starfa undir Pat McGrath sem hann og gerði í ár. Þá fór ferill hans á flug og hefur varla stoppað síðan enda kynntist hann sjálfri Beyoncé þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður Charlotte Tilbury á tískusýningu Tom Ford árið 2011. Það var þó ekki fyrr en þremur árum síðar að hann fékk símtal og boð frá söngkonunni um að vera förðunarfræðingur hennar fyrir Mrs. Carter tónleikaferðina sem hann þáði að sjálfsögðu. Síðan þá hefur hann verið einn aðal förðunafræðingur stjörnunnar og skapa mörg af hennar ódauðlegu förðunarlúkkum!

Það var svo árið 2015 sem að Sir John hlaut þann titil að vera Consulting Celebrity Makeup Artist fyrir L’Oréal. Hann hefur síðan þá mikið unnið með L’Oréal vörur sem mér hefur þótt einstaklega gaman að fylgjast með þar sem förðunafræðingar stórstjarnana nota svo oft snyrtivörur í dýrari kantinum og mér finnst bara frískandi að sjá einhvern nota eitthvað á aðeins viðráðanlegra verði! :)

Sir John með Kim Kardashian West

Fashion/Editorial förðun eftir Sir John

Sir John er sem sagt að halda svokallað Masterclass förðunarnámskeið í Reykjavík Makeup School 28. maí næstkomandi og ég get ekki beðið! Hann mun kenna í heila fimm klukkutíma og gera tvö mismundandi lúkk. Ég er svona lúmskt að vona að hann taki annað hvort síðasta Grammy lúkkið hennar Beyoncé eða eitthvað lúkk sem hún hefur skartað á tónleikaferðalögum sínum, þau eru alltaf svo tjúlluð flott! Ég mun vera með myndavélina mína á lofti og geti ekki beðið eftir að fá að fylgjast með þessum snillingi vinna. Þetta verður eitthvað :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts